Enski boltinn

Nýklipptur Fellaini togaði í hárið á Guendouzi: Klipping næst á dagskránni?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mattéo Guendouzi var ekki sáttur með bellibrögð Marouane Fellaini.
Mattéo Guendouzi var ekki sáttur með bellibrögð Marouane Fellaini. Vísir/Getty

Manchester United leikmaðurinn Marouane Fellaini var einu sinni með eitt myndarlegasta makkann í ensku úrvalsdeildinni en ekki lengur. Einn af „eftirmönnum“ hans á þeim lista fékk að finna fyrir smá öfund frá Belganum í vikunni.

Mattéo Guendouzi er nítján ára miðjumaður Arsenal og hann býður upp á myndarlegan makka. Það eru fáir með meira hár í ensku úrvalsdeildinni í dag og það nýtti Marouane Fellaini sér í leik Manchester United og Arsenal á Old Trafford.

Marouane Fellaini kom mörgum á óvart þegar hann lét klippa sig stutt í landsleikjahléi á dögunum en fram að því fór það ekki framhjá neinum þegar Belginn öflugi var inn á vellinum.

Þeir Marouane Fellaini og Mattéo Guendouzi börðust um völdin á miðjunni í stórleik Manchester United og Arsenal og þá freistaðist Fellaini til að beita bellibrögðum eins og sjá má hér fyrir neðan.Unai Emery, knattspyrnustjóri Mattéo Guendouz hjá Arsenal, ræddi um þetta hártog Marouane Fellaini á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

„Ég held að besta lausnin fyrir Mattéo sé bara að klippa hárið stutt fyrir næsta leik,“ sagði Unai Emery brosandi á blaðammafundinum.

„Ef hann gerir það, eins og Fellaini gerði sjálfur, þá mun hann ekkert lenda í þessu aftur og þetta vandmál væri þá úr sögunni,“ sagði Emery.

Unai Emery hefur samt ekkert rætt þessa hugmynd við Mattéo Guendouzi sjálfan. „Ég ber fulla virðingu fyrir því hvernig leikmenn vilja hafa hárið sitt,“ svaraði Emery léttur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.