Enski boltinn

Umboðsmaður Mourinho: Hann er hæstánægður hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho virðist ekki mjög ánægður á hliðarlínunni hjá United
Mourinho virðist ekki mjög ánægður á hliðarlínunni hjá United vísir/getty

Jose Mourinho er hæstánægður á Old Trafford og er ekki á leiðinni frá Manchester United. Þetta sagði umboðsmaður hans, Jorge Mendes, í dag.

Mendes er ekki mikið fyrir að gefa yfirlýsingar en í dag gaf hann út eina slíka þar sem hann sagði alla umfjöllun um að Mourinho sé á leið til Real Madrid ósanna.

„Jose er mjög ánægður hjá Manchester United og félagið er ánægt með hann. Hann er með langtíma samning við United og er með hugann við það verkefni að koma félaginu aftur á sigurbraut,“ sagði yfirlýsingin.

Fjölmiðlar á Englandi hafa síðustu daga greint frá því að United vilji fá Mauricio Pochettino í stjórastólinn.

Mourinho skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við United í janúar og er skuldbundinn félaginu til 2020.

United mætir botnliði úrvalsdeildarinnar Fulham á Old Trafford á morgun í leik sem félagið verður að vinna. United hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum og er átta stigum frá fjórða sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.