Enski boltinn

Sjáðu þrennuna hjá Salah og öll mörk gærdagsins í enska boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah fagnar í leikslok í gær.
Salah fagnar í leikslok í gær. vísir/getty
Tuttugu og eitt mark var skoruð í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er átta leikir í sextándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar voru spilaðir.

Dagurinn byrjaði með stórsigri Liverpool á Bournemouth en Mo Salah skoraði þrjú af fjórum mörkum Liverpoo í 4-0 sigri. Nokkuð óvæntur stórsigur enda Bournemouth spilað vel það sem af er tímabili.

Bæði Íslendingaliðin sem voru í eldlínunni í gær, Burnley og Cardiff, unnu bæði 1-0 sigra rétt eins og Arsenal sem marði 1-0 sigur á Huddersfield á heimavelli.

Chelsea vann svo 2-0 sigur á Manchester City í stórleiknum þar sem N’Golo Kante og David Luiz skoruðu mörkin. Í lokaleik gærkvöldsins kláraði Tottenham Leicester þrátt fyrir að hvíla lykilmenn.

Öll mörkin má sjá hér að neðan sem og öll úrslit gærdagsins.

Bournemouth - Liverpool 0-4:


Klippa: FT Bournemouth 0 - 4 Liverpool
Burnley - Brighton 1-0:


Klippa: FT Burnley 1 - 0 Brighton
Arsenal - Huddersfield 1-0:


Klippa: FT Arsenal 1 - 0 Huddersfield
Cardiff - Southampton 1-0:


Klippa: FT Cardiff 1 - 0 Southampton
Man. Utd - Fulham 4-1:


Klippa: FT Manchester Utd 4 - 1 Fulham
West Ham - Crystal Palace 3-2:


Klippa: FT West Ham 3 - 2 Crystal Palace
Chelsea - Man. City 2-0:


Klippa: FT Chelsea 2 - 0 Manchester City
Leicester - Tottenham 0-2:
Klippa: FT Leicester 0 - 2 Tottenham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×