Enski boltinn

Leikurinn við Bournemouth of líkamlega erfiður fyrir Özil

Özil sat sem fastast á bekknum
Özil sat sem fastast á bekknum vísir/getty
Mesut Özil sat á varamannabekknum í níutíu mínútur og horfði á liðsfélaga sína hafa betur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeilinni í gær. Unai Emery gaf í skyn að leikurinn tæki of mikið á líkamlega fyrir Özil.

Það vakti athygli margra að Özil, einn þeirra sem hefur borið fyrirliðabandið undir Emery, hitaði ekki upp á neinum tímapunkti í leiknum þrátt fyrir að Emery hafi notað allar þrjár skiptingar sínar.

„Við hugsuðum hvernig við gætum verið betri í þessum leik. Þetta er mjög krefjandi leikur, mikil ákefð og líkamlegur styrkur,“ sagði Emery eftir leikinn.

Aðspurður afhverju Özil hafi ekki einu sinni hitað upp sagði Emery að „það fer eftir því hvernig leikurinn þróast, hver staðan er. Ég ákvað að velja aðra kosti.“

Arsenal er stigi frá Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurinn á Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×