Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Þessi er ekki hrifinn af aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Nordicphotos/Getty Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sendi frá sér í gær. Aukinheldur kom fram að útblástur hafi aukist í fyrra eftir að hafa staðið í stað þrjú ár þar á undan. Parísarsamkomulagið gengur út á að hlýnun verði haldið innan tveggja gráða, sé miðað við hitastig eins og það var fyrir iðnvæðingu, og er ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. UNEP fjallar um svokallað útblástursbil (e. emissions gap), sem er bilið á milli þess útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem talið er að verði árið 2030 og þess sem nauðsynlegt er að útblástur verði til þess að takmarka hlýnun við 1,5 eða tvær gráður. Samkvæmt skýrslunni er enn vel mögulegt að ná tveggja gráða markmiðinu en sífellt ólíklegra verður að ná að brúa útblástursbilið svo hlýnun verði takmörkuð við 1,5 gráður. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur-Evrópu fjallaði um skýrsluna í pistli á vefsvæði sínu í gær. Þar var vitnað í Joyce Msuya, varaforstjóra UNEP, sem sagði að metnaðarfullar aðgerðir væru ekki að skila sínu. „Ríkisstjórnir verða að grípa til skjótari og brýnni aðgerða. Við erum að hella olíu á eldinn þótt slökkviefni sé innan seilingar.“ „Það eru þrjár til fimm milljónir ára frá því að samþjöppun koltvísýrings í andrúmslofti jarðar var jafn mikil og nú og þá var hitinn 2-3°C meiri og yfirborð sjávar 10-20 metrum hærra en nú,“ var haft eftir Petteri Taalas, framkvæmdastjóra Veðurfræðistofnunar SÞ. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sendi frá sér í gær. Aukinheldur kom fram að útblástur hafi aukist í fyrra eftir að hafa staðið í stað þrjú ár þar á undan. Parísarsamkomulagið gengur út á að hlýnun verði haldið innan tveggja gráða, sé miðað við hitastig eins og það var fyrir iðnvæðingu, og er ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. UNEP fjallar um svokallað útblástursbil (e. emissions gap), sem er bilið á milli þess útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem talið er að verði árið 2030 og þess sem nauðsynlegt er að útblástur verði til þess að takmarka hlýnun við 1,5 eða tvær gráður. Samkvæmt skýrslunni er enn vel mögulegt að ná tveggja gráða markmiðinu en sífellt ólíklegra verður að ná að brúa útblástursbilið svo hlýnun verði takmörkuð við 1,5 gráður. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur-Evrópu fjallaði um skýrsluna í pistli á vefsvæði sínu í gær. Þar var vitnað í Joyce Msuya, varaforstjóra UNEP, sem sagði að metnaðarfullar aðgerðir væru ekki að skila sínu. „Ríkisstjórnir verða að grípa til skjótari og brýnni aðgerða. Við erum að hella olíu á eldinn þótt slökkviefni sé innan seilingar.“ „Það eru þrjár til fimm milljónir ára frá því að samþjöppun koltvísýrings í andrúmslofti jarðar var jafn mikil og nú og þá var hitinn 2-3°C meiri og yfirborð sjávar 10-20 metrum hærra en nú,“ var haft eftir Petteri Taalas, framkvæmdastjóra Veðurfræðistofnunar SÞ.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila