Erlent

Raggi hreinsuð af ásökunum um einkavinavæðingu

Andri Eysteinsson skrifar
Virginia Raggi hefur verið borgarstjóri Rómar frá 2016.
Virginia Raggi hefur verið borgarstjóri Rómar frá 2016. EPA/ Angelo Carconi
Virginia Raggi, borgarstjóri Rómar hefur verið hreinsuð af ásökunum í hennar garð. Dómstólar komust að því að einkavinavæðing sem hún var sótt til saka fyrir væri ekki glæpsamleg.

Saksóknarar höfðu óskað eftir 10 mánaða fangelsisvist vegna misferla Raggi í starfi. Guardian greinir frá. 

Raggi,sem var kjörin borgarstjóri Rómar árið 2016 fyrst kvenna, hefur glímt við ásakanir um valdamisnotkun og einkavinavæðingu allt frá byrjun stjórnartíðar hennar.

Raggi var sökuð um að hafa logið til um ráðninguna á Renato Marra, sem stýrir ferðamannastefnu Rómar. Marra er bróðir eins nánasta aðstoðarmanns borgarstjórans. Raggi fagnaði úrskurði dómarans í dag og sagði niðurstöðuna þurrka burt tvö ár af skítkasti sem hún hefur þurft að þola.

Luigi Di Maio, leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar og ráðherra í ítölsku ríkisstjórninni fagnaði einnig niðurstöðunni í máli flokksystur sinnar. Di Maio gagnrýndi framgöngu ítalskra fjölmiðla í málinu og sakaði þá um að dreifa falsfréttum um Raggi.

Di Maio hafði á blaðamannafundi fyrir helgi sagt að Raggi yrði að segja af sér yrði hún dæmd sek.

Raggi hefur ekki bara verið gagnrýnd fyrir einkavinavæðinguna sem hún var sýknuð af. Fjölmargir rómarbúar eru ósáttir með ástandið á hreinlæti borgarinnar.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.