Enski boltinn

Messan: Topp þrjú lélegasta lið United í sögu úrvalsdeildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjörvar Hafliðason
Hjörvar Hafliðason S2 Sport

Manchester United fékk á sig 28 mörk í 38 leikjum í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur. Á þessu tímabili hefur liðið fengið á sig 21 mark í 12 leikjum.

Bara fjögur lið hafa fengið á sig fleiri mörk en United; Burnley, Huddersfield og Fulham.

„Matic er mun slakari núna en hann var á sama tíma í fyrra. Vörnin er mun hægari. Luke Shaw er enginn stórkostlegur varnarmaður þó hann sé góður fram á við. Þetta er búið að mígleka,“ sagði Hjörvar Hafliðason einn sérfræðinga Messunnar á Stöð 2 Sport þegar málið var rætt í þætti gærkvöldsins.

Eini leikurinn þar sem United hefur náð að halda hreinu var gegn Burnley, auk þess að liðið hélt tvisvar hreinu í Meistaradeild Evrópu.

„Ég held það hljóti að vera takmarkið hjá þeim að koma sér upp í Meistaradeildarsæti, þeir geta ekki horft neitt ofar en það,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason.

„Það er bara Tottenham eða Arsenal til að ná. Chelsea, Liverpool og City á þessari leiktíð eru bara með miklu betra lið og þeir munu ekkert ná þeim,“ sagði Hjörvar.

En er þetta lið United það slakasta sem hefur verið í ensku úrvalsdeildinni?

„Nei, ég held það nú ekki. Seinna árið hjá van Gaal var ansi þungt yfir öllu, þó þeir hafi orðið bikarmeistarar. Þetta er ekki slakasta liðið, en er allavega topp þrír,“ sagði Hjörvar.

Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan.


Klippa: Messan: Eitt lélegasta lið United í sögunniAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.