Fótbolti

Fékk fingurkoss frá Pamelu eftir að hann skoraði framhjá Rúnari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adil Ram, Pamela og Rúnar Alex.
Adil Ram, Pamela og Rúnar Alex. Vísir/Samsett/Getty

Adil Rami var á skotskónum í franska fótboltanum í gær þegar lið hans Marseille vann 2-0 sigur á Dijon. Viðbrögð kærustunnar vöktu talsverða athygli.

Marseille hafði ekki unnið leik í meira en mánuð og sigurinn var því afar mikilvægur fyrir Adil Rami og félaga.

Adil Rami var allt í öllu því hann lagði upp fyrra markið fyrir Lucas Ocampos rétt fyrir hálfleik og skoraði síðan sjálfur það síðara sex mínútum fyrir leikslok.Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson stóð einmitt í marki Dijon en tókst ekki að koma í veg fyrir þessi mörk.

Kærasta Adil Rami er mun frægari en þessi 32 ára gamli Frakki sem varð heimsmeistari með franska landsliðinu síðasta sumar.

Adil Rami er með Hollywood-stjörnunni Pamelu Anderson sem varð heimsfræg á sínum tíma eftir leik sinn í Baywatch þáttunum.

Pamela Anderson var mætt á leikinn og fylgdist kát með úr stúkunni. Hún sendi síðan sínum manni fingurkoss eftir að hann skoraði framhjá Rúnari Alex Rúnarssyni í lokin. The Sun sagði frá.
Hér fyrir neðan má sjá mark Adil Rami.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.