Miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er genginn í raðir KA en Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld.
Guðjón Pétur varð samningslaus eftir að samningur hans við Val rann út eftir ný yfirstaðið tímabil en hann varð síðustu tvö ár Íslandsmeistari með liðinu.
Hann hefur einnig leik með Blikum og Haukum hér á landi en hann er uppalinn á Álftanesi. Guðjón er afar reyndur miðjumaður og hefur spilað 271 leik í meistaraflokki og skorað í þeim 59 mörk.
KA endaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en eftir tímabilið hætti Srdjan Tufegdzic með liðið. Við skútunni tók Óli Stefán Flóventsson.
Guðjón er fyrsti leikmaðurinn sem Óli Stefán fær til liðsins en Morgunblaðið greindi frá því fyrr í kvöld að Haukur Heiðar Hauksson væri einnig á leiðinni norður.
Guðjón Pétur mættur norður | Haukur Heiðar á leiðinni?
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn


Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn