Erlent

Demókratinn Sinema hafði betur gegn McSally í Arizona

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 42 ára Kyrsten Sinema ávarpaði stuðningsmenn sína í Phoenix í gærkvöldi.
Hin 42 ára Kyrsten Sinema ávarpaði stuðningsmenn sína í Phoenix í gærkvöldi. AP/Rick Scuteri
Demókratinn Kyrsten Sinema hafði betur gegn Repúblikananum Martha McSally í kosningum til öldungadeildarinnar í Arizona. Frá þessu var greint í gærkvöldi en mjög jafnt var á munum sem skýrir þá töf sem varð við að greina frá úrslitum.

Sinema er fyrsti Demókratinn sem gegnir embætti öldungadeildarþingmanns Arizonaríkis frá árinu 1994. Sigur hennar minnkar muninn milli Repúblikana og Demókrata í þingdeildinni í 51-47, Repúblikönum í vil.

Enn er óljóst um þingsæti í tveimur ríkjum, en aukakosningar fara fram í Mississippi síðar í mánuðinum og þá er búið að fyrirskipa endurtalningu í Flórida.

Í frétt BBC  segir að þegar búið sé að telja nær öll atkvæðin í Arizona sé Sinema með 1,7 prósenta forskot á keppinaut sinn. Hún verður fyrsta konan til að gegna embætti öldungadeildarþingmanns ríkisins.

Minntist McCain

Þegar hin 42 ára Sinema ávarpaði stuðningsmenn sína í Phoenix sagði hún nauðsynlegt að sætta fylkingar eftir bitra kosningabaráttu sem hafi klofið bandarísku þjóðina.

Hún minntist sérstaklega John McCain, öldungadeildarþingmanns Repúblikana frá Arizona sem lést í sumar, og sagði hann gott dæmi um þingmann sem setti hagsmuni þjóðarinnar framar hagsmunum síns flokks.


Tengdar fréttir

Lærðu ýmislegt af kosningunum

Vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar fyrir forsetakosningarnar 2020 geta þeir dregið lærdóm af nýyfirstöðnum miðkjörtímabilskosningum. Fréttablaðið lítur yfir helstu lexíurnar, líklega forsetaframbjóðendur Demókrata árið 2020

Vaxandi vandi Repúblikanaflokksins

Þótt Repúblikanar hafi unnið Hvíta húsið fyrir tveimur árum blasir alvarlegt lýðfræðilegt vandamál við flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×