Atkvæði verða talin aftur á Flórída undir svikabrigslum forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 20:15 Hópur fólks krefst þess að öll atkvæði verði talin á Flórída. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04