Útlitið kolsvart fyrir Kristersson eftir skilaboð Annie Lööf Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2018 08:49 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10