Avenatti segist aldrei hafa slegið konu Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 11:57 Michael Avenatti segist saklaus og að rannsókn muni leiða það í ljós. AP/Michael Owen Baker Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, sem heitir raunverulega Stepphanie Cliffordd, segist aldrei hafa slegið konu og hann muni aldrei slá konu. Þetta sagði hann þegar honum var sleppt úr haldi lögreglunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt, eftir að hann hafði verið handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi. Avenatti skaust á sjónarsviðið þegar hann og Stormy Daniels höfðuðu mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að fá hnekkt þagnarsamkomulagi sem hún hafði gert við forsetann svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi hans, með henni, árið 2006. Lögmaður Trump, Michael Cohen, greiddi Daniels 160 þúsund dali um mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016 vegna samkomulagsins. Lögmaðurinn sagðist hafa barist fyrir réttindum kvenna allan feril sinn og hann myndi halda því áfram. Þá sagðist hann hlakka til þess að lögreglan lyki ítarlegri rannsókn sinni og kæmist að þeirri niðurstöðu að hann væri saklaus.Sjá einnig: Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldiÍ kjölfar ummæla hans sendi Avenatti frá sér tilkynningu þar sem hann þakkaði lögreglunni fyrir fagmennsku og sagði að ásakanirnar gegn honum væru rangar. Þeim væri ætlað að grafa undan orðspori hans og trúverðugleika. Fyrstu fregnir af málinu sögðu Avenatti vera grunaðan um að beita fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hún sendi þó frá sér tilkynningu um að það væri ekki rétt og hún kæmi ekki að þessu máli. Þá sagði í tilkynningunni að Lisa Storie-Avenatti hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi að hálfu Avenatti og hún hefði aldrei orðið vitni af því að hann hefði hagað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, sem heitir raunverulega Stepphanie Cliffordd, segist aldrei hafa slegið konu og hann muni aldrei slá konu. Þetta sagði hann þegar honum var sleppt úr haldi lögreglunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt, eftir að hann hafði verið handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi. Avenatti skaust á sjónarsviðið þegar hann og Stormy Daniels höfðuðu mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að fá hnekkt þagnarsamkomulagi sem hún hafði gert við forsetann svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi hans, með henni, árið 2006. Lögmaður Trump, Michael Cohen, greiddi Daniels 160 þúsund dali um mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016 vegna samkomulagsins. Lögmaðurinn sagðist hafa barist fyrir réttindum kvenna allan feril sinn og hann myndi halda því áfram. Þá sagðist hann hlakka til þess að lögreglan lyki ítarlegri rannsókn sinni og kæmist að þeirri niðurstöðu að hann væri saklaus.Sjá einnig: Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldiÍ kjölfar ummæla hans sendi Avenatti frá sér tilkynningu þar sem hann þakkaði lögreglunni fyrir fagmennsku og sagði að ásakanirnar gegn honum væru rangar. Þeim væri ætlað að grafa undan orðspori hans og trúverðugleika. Fyrstu fregnir af málinu sögðu Avenatti vera grunaðan um að beita fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hún sendi þó frá sér tilkynningu um að það væri ekki rétt og hún kæmi ekki að þessu máli. Þá sagði í tilkynningunni að Lisa Storie-Avenatti hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi að hálfu Avenatti og hún hefði aldrei orðið vitni af því að hann hefði hagað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51