Avenatti segist aldrei hafa slegið konu Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 11:57 Michael Avenatti segist saklaus og að rannsókn muni leiða það í ljós. AP/Michael Owen Baker Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, sem heitir raunverulega Stepphanie Cliffordd, segist aldrei hafa slegið konu og hann muni aldrei slá konu. Þetta sagði hann þegar honum var sleppt úr haldi lögreglunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt, eftir að hann hafði verið handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi. Avenatti skaust á sjónarsviðið þegar hann og Stormy Daniels höfðuðu mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að fá hnekkt þagnarsamkomulagi sem hún hafði gert við forsetann svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi hans, með henni, árið 2006. Lögmaður Trump, Michael Cohen, greiddi Daniels 160 þúsund dali um mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016 vegna samkomulagsins. Lögmaðurinn sagðist hafa barist fyrir réttindum kvenna allan feril sinn og hann myndi halda því áfram. Þá sagðist hann hlakka til þess að lögreglan lyki ítarlegri rannsókn sinni og kæmist að þeirri niðurstöðu að hann væri saklaus.Sjá einnig: Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldiÍ kjölfar ummæla hans sendi Avenatti frá sér tilkynningu þar sem hann þakkaði lögreglunni fyrir fagmennsku og sagði að ásakanirnar gegn honum væru rangar. Þeim væri ætlað að grafa undan orðspori hans og trúverðugleika. Fyrstu fregnir af málinu sögðu Avenatti vera grunaðan um að beita fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hún sendi þó frá sér tilkynningu um að það væri ekki rétt og hún kæmi ekki að þessu máli. Þá sagði í tilkynningunni að Lisa Storie-Avenatti hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi að hálfu Avenatti og hún hefði aldrei orðið vitni af því að hann hefði hagað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, sem heitir raunverulega Stepphanie Cliffordd, segist aldrei hafa slegið konu og hann muni aldrei slá konu. Þetta sagði hann þegar honum var sleppt úr haldi lögreglunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt, eftir að hann hafði verið handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi. Avenatti skaust á sjónarsviðið þegar hann og Stormy Daniels höfðuðu mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að fá hnekkt þagnarsamkomulagi sem hún hafði gert við forsetann svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi hans, með henni, árið 2006. Lögmaður Trump, Michael Cohen, greiddi Daniels 160 þúsund dali um mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016 vegna samkomulagsins. Lögmaðurinn sagðist hafa barist fyrir réttindum kvenna allan feril sinn og hann myndi halda því áfram. Þá sagðist hann hlakka til þess að lögreglan lyki ítarlegri rannsókn sinni og kæmist að þeirri niðurstöðu að hann væri saklaus.Sjá einnig: Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldiÍ kjölfar ummæla hans sendi Avenatti frá sér tilkynningu þar sem hann þakkaði lögreglunni fyrir fagmennsku og sagði að ásakanirnar gegn honum væru rangar. Þeim væri ætlað að grafa undan orðspori hans og trúverðugleika. Fyrstu fregnir af málinu sögðu Avenatti vera grunaðan um að beita fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hún sendi þó frá sér tilkynningu um að það væri ekki rétt og hún kæmi ekki að þessu máli. Þá sagði í tilkynningunni að Lisa Storie-Avenatti hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi að hálfu Avenatti og hún hefði aldrei orðið vitni af því að hann hefði hagað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51