CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2018 02:08 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hefur sagst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum tengdum rannsakendum hjá CIA en niðurstaðan er þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Sádi-Arabíu þess efnis að krónprisinn hafi hvergi komið nálægt morðinu. Niðurstaða CIA er talin munu gera Donald Trump forseta erfitt fyrir en Sádar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjamanna. Post segir að fimmtán leyniþjónustumönnum frá Sádi-Arabíu hafi verið flogið í vél á vegum stjórnvalda til Istanbúl. Þeir hafi drepið Kashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í tyrknesku borginni. Þangað hafði blaðamaðurinn mætt til að sækja skjöl sem hann þurfti á að halda til að geta gifst tyrkneskri unnustu sinni. Margir hafa minnst Khashoggis undanfarnar vikur.EPA/ERDEM SAHIN CIA skoðaði ógrynni gagna og ræddi við heimildarmenn. Meðal annars hefur CIA undir höndum símtal Khalid, bróður prinsins og sendiherra Sáda gagnvart Bandaríkjunum, við Khashoggi. Khalid á að hafa talið Khashoggi á að mæta á ræðisskrifstofuna í Istanbúl til að fá skjölin. Gaf hann honum loforð um að öryggis hans yrði ekki ógnað. Ekki liggur fyrir hvort Khalid hafi verið meðvitaður um að til stæði að drepa Khashoggi. Símtalið var þó að beiðni krónprinsins. Fatimah Baeshen, talskona sendiráðs Sáda í Washington, segir sendiherrann og Khashoggi aldrei hafa rætt nokkuð er viðkom Tyrklandi. Hún segir ályktanir CIA rangar. Fjöldi getgáta sé á lofti en engar sannanir séu fyrir hendi að sögn Baeshen. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum tengdum rannsakendum hjá CIA en niðurstaðan er þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Sádi-Arabíu þess efnis að krónprisinn hafi hvergi komið nálægt morðinu. Niðurstaða CIA er talin munu gera Donald Trump forseta erfitt fyrir en Sádar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjamanna. Post segir að fimmtán leyniþjónustumönnum frá Sádi-Arabíu hafi verið flogið í vél á vegum stjórnvalda til Istanbúl. Þeir hafi drepið Kashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í tyrknesku borginni. Þangað hafði blaðamaðurinn mætt til að sækja skjöl sem hann þurfti á að halda til að geta gifst tyrkneskri unnustu sinni. Margir hafa minnst Khashoggis undanfarnar vikur.EPA/ERDEM SAHIN CIA skoðaði ógrynni gagna og ræddi við heimildarmenn. Meðal annars hefur CIA undir höndum símtal Khalid, bróður prinsins og sendiherra Sáda gagnvart Bandaríkjunum, við Khashoggi. Khalid á að hafa talið Khashoggi á að mæta á ræðisskrifstofuna í Istanbúl til að fá skjölin. Gaf hann honum loforð um að öryggis hans yrði ekki ógnað. Ekki liggur fyrir hvort Khalid hafi verið meðvitaður um að til stæði að drepa Khashoggi. Símtalið var þó að beiðni krónprinsins. Fatimah Baeshen, talskona sendiráðs Sáda í Washington, segir sendiherrann og Khashoggi aldrei hafa rætt nokkuð er viðkom Tyrklandi. Hún segir ályktanir CIA rangar. Fjöldi getgáta sé á lofti en engar sannanir séu fyrir hendi að sögn Baeshen.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30