Rýir sex þúsund fjár á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2018 19:45 Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira