Hafnaði PSG af hollustu við Tottenham og sér eftir því Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. nóvember 2018 09:00 Síðasta starf Villas-Boas var í Kína vísir/getty Andre Villas-Boas er nafn sem flestir áhugamenn um enska boltann ættu að kannast við þó einhverjir séu eflaust búnir að gleyma þessum portúgalska knattspyrnustjóra sem staldraði stutt við hjá Chelsea og Tottenham. Villas-Boas sló í gegn hjá Porto í heimalandinu og borgaði Chelsea fúlgur fjár til að ráða hann til sín sumarið 2011 en hann entist aðeins rúmlega hálfa leiktíð í starfi hjá Chelsea. Hann fékk þó annað tækifæri í ensku úrvalsdeildinni sumarið á eftir þegar hann var ráðinn til Tottenham þar sem hann entist aðeins lengur eða í eina og hálfa leiktíð áður en hann var látinn taka pokann sinn. Hann segir í samtali við portúgalska fjölmiðla að hann hafi hafnað samningstilboði PSG á meðan hann stýrði Tottenham. „Fyrsta tímabilið hjá Spurs var stórkostlegt að öllu leyti. Við vorum ekki með stóran hóp en það var frábær andi og mikill vilji til að ná árangri,“ segir Villas-Boas. „Við bættum stigamet Tottenham í úrvalsdeildinni með stórkostlegan Bale innanborðs og fleiri góða leikmenn,“ segir hann ennfremur en Bale var seldur til Real Madrid eftir fyrstu leiktíð Boas með Lundúnarliðið. Sama sumar kveðst hann hafa fengið tilboð frá París. „Ég fékk tilboð frá Paris Saint-Germain, þeir vildu fá mig en ég sagði nei út af því að ég elskaði Tottenham. Kannski voru það mistök,“ segir Villas-Boas. Óhætt er að segja að þjálfaraferill Portúgalans hafi farið hratt niður á við eftir tímann á Englandi þó hann hafi eflaust rakað inn seðlum en hann stýrði Zenit í Rússlandi í tvö ár áður en hann færði sig um set til Kína þar sem hann stýrði Shanghai SIPG eina leiktíð er nú án starfs. Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Andre Villas-Boas er nafn sem flestir áhugamenn um enska boltann ættu að kannast við þó einhverjir séu eflaust búnir að gleyma þessum portúgalska knattspyrnustjóra sem staldraði stutt við hjá Chelsea og Tottenham. Villas-Boas sló í gegn hjá Porto í heimalandinu og borgaði Chelsea fúlgur fjár til að ráða hann til sín sumarið 2011 en hann entist aðeins rúmlega hálfa leiktíð í starfi hjá Chelsea. Hann fékk þó annað tækifæri í ensku úrvalsdeildinni sumarið á eftir þegar hann var ráðinn til Tottenham þar sem hann entist aðeins lengur eða í eina og hálfa leiktíð áður en hann var látinn taka pokann sinn. Hann segir í samtali við portúgalska fjölmiðla að hann hafi hafnað samningstilboði PSG á meðan hann stýrði Tottenham. „Fyrsta tímabilið hjá Spurs var stórkostlegt að öllu leyti. Við vorum ekki með stóran hóp en það var frábær andi og mikill vilji til að ná árangri,“ segir Villas-Boas. „Við bættum stigamet Tottenham í úrvalsdeildinni með stórkostlegan Bale innanborðs og fleiri góða leikmenn,“ segir hann ennfremur en Bale var seldur til Real Madrid eftir fyrstu leiktíð Boas með Lundúnarliðið. Sama sumar kveðst hann hafa fengið tilboð frá París. „Ég fékk tilboð frá Paris Saint-Germain, þeir vildu fá mig en ég sagði nei út af því að ég elskaði Tottenham. Kannski voru það mistök,“ segir Villas-Boas. Óhætt er að segja að þjálfaraferill Portúgalans hafi farið hratt niður á við eftir tímann á Englandi þó hann hafi eflaust rakað inn seðlum en hann stýrði Zenit í Rússlandi í tvö ár áður en hann færði sig um set til Kína þar sem hann stýrði Shanghai SIPG eina leiktíð er nú án starfs.
Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira