Íslenski boltinn

Stefán tekur við Leikni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán er kominn í Leikni.
Stefán er kominn í Leikni. vísir/andri marinó

Stefán Gíslason er tekinn við þjálfun Leiknis úr Reykjavík en liðið leikur í Inkasso-deild karla.

Félagið staðfesti þetta á vefsíðu sinni í kvöld en hann skrifar undir tveggja ára samning við Breiðholtsliðið.

Stefán þjálfaði Hauka í Inkasso-deildinni á síðasta ári en liðið endaði í sjöunda sæti deildarinnar undir stjórn Stefáns.

Hann var lengi vel í atvinnumennsku þar sem hann lék í Belgíu, Noregi og Danmörku. Hann á yfir 30 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.

Leiknir endaði í sjöunda sæti deildarinnar. Vigfús Arnar Jósepsson tók við stjórnartaumunum af Kristófer Sigurgeirssyni eftir þrjá leiki í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.