Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 11:34 Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Man. City, fagnar hér enska meistaratitlinum með Pep Guardiola, knattspyrnustjóra félagsins. vísir/getty Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. Þegar nýju eigendurnir frá Abu Dhabi keyptu félagið árið 2008 var staðan á Man. City ekki góð. Liðið hafði ekki unnið deildina í 40 ár og var miðlungslið í besta falli.Peningum dælt í félagið Áætlun nýju eigendanna var einföld. Dæla endalausum peningum inn í félagið þar til það gat keppt við þá bestu. Á fyrstu tveimur árunum voru leikmenn keyptir fyrir meira en 300 milljónir evra. Fjármálareglur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða aftur á móti á um að félög mega ekki eyða umfram þær tekjur sem koma inn. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að félögum er meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Þær reglur áttu að taka gildi árið 2013. Miðað við stefnu City voru það ekki góð tíðindi fyrir félagið. Það átti nefnilega að eyða miklu meiri peningum og samkvæmt grein Der Spiegel í dag var 1,1 milljarði punda dælt í félagið á fyrstu fjórum árum nýju eigendanna.Hvernig getum við svindlað? Það var því öllum ljóst að tekjurnar yrðu miklu minni en útgjöldin. Því urðu forráðamenn City að finna leiðir til þess að laga bókhaldið. Stjórnarformaður City, Ferran Soriano, boðaði til fundar hjá samtökum evrópskra knattspyrnuliða. Þar kom í ljós að margir studdu nýju fjármálareglurnar sem var Soriano ekki að skapi. Hann sagði líka að margir væru á móti þeim en þorðu ekki að segja það opinberlega. „Við verðum að berjast á móti þessu og þurfum að gera það á þann hátt að það sjáist ekki. Annars verður bent á okkur sem verstu óvini fótboltans,“ á Soriano að hafa sagt samkvæmt grein dagsins í Der Spiegel.Al-Mubarak með Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands.vísir/gettyÍ reykmettuðum bakherbergjum byrjuðu City-menn að leita að skapandi lausnum svo félagið gæti haldið áfram á sömu braut án þess að brjóta reglurnar á pappír. Úr varð að „Verkefnið Longbow“ var stofnað. Longbow er vopnið sem Englendingar notuðu eitt sinn í stríði gegn Frökkum og unnu. Óvinur City var Frakkinn Michel Platini sem þá var forseti UEFA. Megináherslan í þessu verkefni var að koma alls konar kostnaði frá félaginu til þess að laga bókhaldið. Þetta átti að fela frá UEFA. Á meðal þess sem var gert var að færa greiðslur til leikmanna fyrir ímyndunarrétt til annars fyrirtækis. Munaði mikið um það.Keyptu Kaupþing í Lúxemborg Man. City réð feðgana David og Jonathan Rowland til þess að byggja „kastala lyganna“ eins og það er kallað í greininni. Þeir feðgar keyptu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg og stofnuðu Banque Havilland í kjölfarið. Sá banki var með sterkar tengingar í Lúxemborg, Liechtenstein, Bahamas og Sviss. Góðir staður til þess að fela peninga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Með þessari aðferð var líka hægt að fela þá peninga sem eigendur Man. City voru að dæla í félagið og þeir vildu ekki að UEFA vissi af. Það átti ekki að láta nýju fjármálareglurnar stöðva sig. Brotaviljinn var einbeittur.Greinina má lesa í heild sinni hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira
Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. Þegar nýju eigendurnir frá Abu Dhabi keyptu félagið árið 2008 var staðan á Man. City ekki góð. Liðið hafði ekki unnið deildina í 40 ár og var miðlungslið í besta falli.Peningum dælt í félagið Áætlun nýju eigendanna var einföld. Dæla endalausum peningum inn í félagið þar til það gat keppt við þá bestu. Á fyrstu tveimur árunum voru leikmenn keyptir fyrir meira en 300 milljónir evra. Fjármálareglur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða aftur á móti á um að félög mega ekki eyða umfram þær tekjur sem koma inn. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að félögum er meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Þær reglur áttu að taka gildi árið 2013. Miðað við stefnu City voru það ekki góð tíðindi fyrir félagið. Það átti nefnilega að eyða miklu meiri peningum og samkvæmt grein Der Spiegel í dag var 1,1 milljarði punda dælt í félagið á fyrstu fjórum árum nýju eigendanna.Hvernig getum við svindlað? Það var því öllum ljóst að tekjurnar yrðu miklu minni en útgjöldin. Því urðu forráðamenn City að finna leiðir til þess að laga bókhaldið. Stjórnarformaður City, Ferran Soriano, boðaði til fundar hjá samtökum evrópskra knattspyrnuliða. Þar kom í ljós að margir studdu nýju fjármálareglurnar sem var Soriano ekki að skapi. Hann sagði líka að margir væru á móti þeim en þorðu ekki að segja það opinberlega. „Við verðum að berjast á móti þessu og þurfum að gera það á þann hátt að það sjáist ekki. Annars verður bent á okkur sem verstu óvini fótboltans,“ á Soriano að hafa sagt samkvæmt grein dagsins í Der Spiegel.Al-Mubarak með Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands.vísir/gettyÍ reykmettuðum bakherbergjum byrjuðu City-menn að leita að skapandi lausnum svo félagið gæti haldið áfram á sömu braut án þess að brjóta reglurnar á pappír. Úr varð að „Verkefnið Longbow“ var stofnað. Longbow er vopnið sem Englendingar notuðu eitt sinn í stríði gegn Frökkum og unnu. Óvinur City var Frakkinn Michel Platini sem þá var forseti UEFA. Megináherslan í þessu verkefni var að koma alls konar kostnaði frá félaginu til þess að laga bókhaldið. Þetta átti að fela frá UEFA. Á meðal þess sem var gert var að færa greiðslur til leikmanna fyrir ímyndunarrétt til annars fyrirtækis. Munaði mikið um það.Keyptu Kaupþing í Lúxemborg Man. City réð feðgana David og Jonathan Rowland til þess að byggja „kastala lyganna“ eins og það er kallað í greininni. Þeir feðgar keyptu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg og stofnuðu Banque Havilland í kjölfarið. Sá banki var með sterkar tengingar í Lúxemborg, Liechtenstein, Bahamas og Sviss. Góðir staður til þess að fela peninga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Með þessari aðferð var líka hægt að fela þá peninga sem eigendur Man. City voru að dæla í félagið og þeir vildu ekki að UEFA vissi af. Það átti ekki að láta nýju fjármálareglurnar stöðva sig. Brotaviljinn var einbeittur.Greinina má lesa í heild sinni hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira
Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23