Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 11:34 Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Man. City, fagnar hér enska meistaratitlinum með Pep Guardiola, knattspyrnustjóra félagsins. vísir/getty Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. Þegar nýju eigendurnir frá Abu Dhabi keyptu félagið árið 2008 var staðan á Man. City ekki góð. Liðið hafði ekki unnið deildina í 40 ár og var miðlungslið í besta falli.Peningum dælt í félagið Áætlun nýju eigendanna var einföld. Dæla endalausum peningum inn í félagið þar til það gat keppt við þá bestu. Á fyrstu tveimur árunum voru leikmenn keyptir fyrir meira en 300 milljónir evra. Fjármálareglur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða aftur á móti á um að félög mega ekki eyða umfram þær tekjur sem koma inn. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að félögum er meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Þær reglur áttu að taka gildi árið 2013. Miðað við stefnu City voru það ekki góð tíðindi fyrir félagið. Það átti nefnilega að eyða miklu meiri peningum og samkvæmt grein Der Spiegel í dag var 1,1 milljarði punda dælt í félagið á fyrstu fjórum árum nýju eigendanna.Hvernig getum við svindlað? Það var því öllum ljóst að tekjurnar yrðu miklu minni en útgjöldin. Því urðu forráðamenn City að finna leiðir til þess að laga bókhaldið. Stjórnarformaður City, Ferran Soriano, boðaði til fundar hjá samtökum evrópskra knattspyrnuliða. Þar kom í ljós að margir studdu nýju fjármálareglurnar sem var Soriano ekki að skapi. Hann sagði líka að margir væru á móti þeim en þorðu ekki að segja það opinberlega. „Við verðum að berjast á móti þessu og þurfum að gera það á þann hátt að það sjáist ekki. Annars verður bent á okkur sem verstu óvini fótboltans,“ á Soriano að hafa sagt samkvæmt grein dagsins í Der Spiegel.Al-Mubarak með Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands.vísir/gettyÍ reykmettuðum bakherbergjum byrjuðu City-menn að leita að skapandi lausnum svo félagið gæti haldið áfram á sömu braut án þess að brjóta reglurnar á pappír. Úr varð að „Verkefnið Longbow“ var stofnað. Longbow er vopnið sem Englendingar notuðu eitt sinn í stríði gegn Frökkum og unnu. Óvinur City var Frakkinn Michel Platini sem þá var forseti UEFA. Megináherslan í þessu verkefni var að koma alls konar kostnaði frá félaginu til þess að laga bókhaldið. Þetta átti að fela frá UEFA. Á meðal þess sem var gert var að færa greiðslur til leikmanna fyrir ímyndunarrétt til annars fyrirtækis. Munaði mikið um það.Keyptu Kaupþing í Lúxemborg Man. City réð feðgana David og Jonathan Rowland til þess að byggja „kastala lyganna“ eins og það er kallað í greininni. Þeir feðgar keyptu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg og stofnuðu Banque Havilland í kjölfarið. Sá banki var með sterkar tengingar í Lúxemborg, Liechtenstein, Bahamas og Sviss. Góðir staður til þess að fela peninga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Með þessari aðferð var líka hægt að fela þá peninga sem eigendur Man. City voru að dæla í félagið og þeir vildu ekki að UEFA vissi af. Það átti ekki að láta nýju fjármálareglurnar stöðva sig. Brotaviljinn var einbeittur.Greinina má lesa í heild sinni hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. Þegar nýju eigendurnir frá Abu Dhabi keyptu félagið árið 2008 var staðan á Man. City ekki góð. Liðið hafði ekki unnið deildina í 40 ár og var miðlungslið í besta falli.Peningum dælt í félagið Áætlun nýju eigendanna var einföld. Dæla endalausum peningum inn í félagið þar til það gat keppt við þá bestu. Á fyrstu tveimur árunum voru leikmenn keyptir fyrir meira en 300 milljónir evra. Fjármálareglur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða aftur á móti á um að félög mega ekki eyða umfram þær tekjur sem koma inn. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að félögum er meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Þær reglur áttu að taka gildi árið 2013. Miðað við stefnu City voru það ekki góð tíðindi fyrir félagið. Það átti nefnilega að eyða miklu meiri peningum og samkvæmt grein Der Spiegel í dag var 1,1 milljarði punda dælt í félagið á fyrstu fjórum árum nýju eigendanna.Hvernig getum við svindlað? Það var því öllum ljóst að tekjurnar yrðu miklu minni en útgjöldin. Því urðu forráðamenn City að finna leiðir til þess að laga bókhaldið. Stjórnarformaður City, Ferran Soriano, boðaði til fundar hjá samtökum evrópskra knattspyrnuliða. Þar kom í ljós að margir studdu nýju fjármálareglurnar sem var Soriano ekki að skapi. Hann sagði líka að margir væru á móti þeim en þorðu ekki að segja það opinberlega. „Við verðum að berjast á móti þessu og þurfum að gera það á þann hátt að það sjáist ekki. Annars verður bent á okkur sem verstu óvini fótboltans,“ á Soriano að hafa sagt samkvæmt grein dagsins í Der Spiegel.Al-Mubarak með Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands.vísir/gettyÍ reykmettuðum bakherbergjum byrjuðu City-menn að leita að skapandi lausnum svo félagið gæti haldið áfram á sömu braut án þess að brjóta reglurnar á pappír. Úr varð að „Verkefnið Longbow“ var stofnað. Longbow er vopnið sem Englendingar notuðu eitt sinn í stríði gegn Frökkum og unnu. Óvinur City var Frakkinn Michel Platini sem þá var forseti UEFA. Megináherslan í þessu verkefni var að koma alls konar kostnaði frá félaginu til þess að laga bókhaldið. Þetta átti að fela frá UEFA. Á meðal þess sem var gert var að færa greiðslur til leikmanna fyrir ímyndunarrétt til annars fyrirtækis. Munaði mikið um það.Keyptu Kaupþing í Lúxemborg Man. City réð feðgana David og Jonathan Rowland til þess að byggja „kastala lyganna“ eins og það er kallað í greininni. Þeir feðgar keyptu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg og stofnuðu Banque Havilland í kjölfarið. Sá banki var með sterkar tengingar í Lúxemborg, Liechtenstein, Bahamas og Sviss. Góðir staður til þess að fela peninga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Með þessari aðferð var líka hægt að fela þá peninga sem eigendur Man. City voru að dæla í félagið og þeir vildu ekki að UEFA vissi af. Það átti ekki að láta nýju fjármálareglurnar stöðva sig. Brotaviljinn var einbeittur.Greinina má lesa í heild sinni hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23