Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 11:34 Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Man. City, fagnar hér enska meistaratitlinum með Pep Guardiola, knattspyrnustjóra félagsins. vísir/getty Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. Þegar nýju eigendurnir frá Abu Dhabi keyptu félagið árið 2008 var staðan á Man. City ekki góð. Liðið hafði ekki unnið deildina í 40 ár og var miðlungslið í besta falli.Peningum dælt í félagið Áætlun nýju eigendanna var einföld. Dæla endalausum peningum inn í félagið þar til það gat keppt við þá bestu. Á fyrstu tveimur árunum voru leikmenn keyptir fyrir meira en 300 milljónir evra. Fjármálareglur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða aftur á móti á um að félög mega ekki eyða umfram þær tekjur sem koma inn. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að félögum er meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Þær reglur áttu að taka gildi árið 2013. Miðað við stefnu City voru það ekki góð tíðindi fyrir félagið. Það átti nefnilega að eyða miklu meiri peningum og samkvæmt grein Der Spiegel í dag var 1,1 milljarði punda dælt í félagið á fyrstu fjórum árum nýju eigendanna.Hvernig getum við svindlað? Það var því öllum ljóst að tekjurnar yrðu miklu minni en útgjöldin. Því urðu forráðamenn City að finna leiðir til þess að laga bókhaldið. Stjórnarformaður City, Ferran Soriano, boðaði til fundar hjá samtökum evrópskra knattspyrnuliða. Þar kom í ljós að margir studdu nýju fjármálareglurnar sem var Soriano ekki að skapi. Hann sagði líka að margir væru á móti þeim en þorðu ekki að segja það opinberlega. „Við verðum að berjast á móti þessu og þurfum að gera það á þann hátt að það sjáist ekki. Annars verður bent á okkur sem verstu óvini fótboltans,“ á Soriano að hafa sagt samkvæmt grein dagsins í Der Spiegel.Al-Mubarak með Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands.vísir/gettyÍ reykmettuðum bakherbergjum byrjuðu City-menn að leita að skapandi lausnum svo félagið gæti haldið áfram á sömu braut án þess að brjóta reglurnar á pappír. Úr varð að „Verkefnið Longbow“ var stofnað. Longbow er vopnið sem Englendingar notuðu eitt sinn í stríði gegn Frökkum og unnu. Óvinur City var Frakkinn Michel Platini sem þá var forseti UEFA. Megináherslan í þessu verkefni var að koma alls konar kostnaði frá félaginu til þess að laga bókhaldið. Þetta átti að fela frá UEFA. Á meðal þess sem var gert var að færa greiðslur til leikmanna fyrir ímyndunarrétt til annars fyrirtækis. Munaði mikið um það.Keyptu Kaupþing í Lúxemborg Man. City réð feðgana David og Jonathan Rowland til þess að byggja „kastala lyganna“ eins og það er kallað í greininni. Þeir feðgar keyptu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg og stofnuðu Banque Havilland í kjölfarið. Sá banki var með sterkar tengingar í Lúxemborg, Liechtenstein, Bahamas og Sviss. Góðir staður til þess að fela peninga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Með þessari aðferð var líka hægt að fela þá peninga sem eigendur Man. City voru að dæla í félagið og þeir vildu ekki að UEFA vissi af. Það átti ekki að láta nýju fjármálareglurnar stöðva sig. Brotaviljinn var einbeittur.Greinina má lesa í heild sinni hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. Þegar nýju eigendurnir frá Abu Dhabi keyptu félagið árið 2008 var staðan á Man. City ekki góð. Liðið hafði ekki unnið deildina í 40 ár og var miðlungslið í besta falli.Peningum dælt í félagið Áætlun nýju eigendanna var einföld. Dæla endalausum peningum inn í félagið þar til það gat keppt við þá bestu. Á fyrstu tveimur árunum voru leikmenn keyptir fyrir meira en 300 milljónir evra. Fjármálareglur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða aftur á móti á um að félög mega ekki eyða umfram þær tekjur sem koma inn. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að félögum er meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Þær reglur áttu að taka gildi árið 2013. Miðað við stefnu City voru það ekki góð tíðindi fyrir félagið. Það átti nefnilega að eyða miklu meiri peningum og samkvæmt grein Der Spiegel í dag var 1,1 milljarði punda dælt í félagið á fyrstu fjórum árum nýju eigendanna.Hvernig getum við svindlað? Það var því öllum ljóst að tekjurnar yrðu miklu minni en útgjöldin. Því urðu forráðamenn City að finna leiðir til þess að laga bókhaldið. Stjórnarformaður City, Ferran Soriano, boðaði til fundar hjá samtökum evrópskra knattspyrnuliða. Þar kom í ljós að margir studdu nýju fjármálareglurnar sem var Soriano ekki að skapi. Hann sagði líka að margir væru á móti þeim en þorðu ekki að segja það opinberlega. „Við verðum að berjast á móti þessu og þurfum að gera það á þann hátt að það sjáist ekki. Annars verður bent á okkur sem verstu óvini fótboltans,“ á Soriano að hafa sagt samkvæmt grein dagsins í Der Spiegel.Al-Mubarak með Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands.vísir/gettyÍ reykmettuðum bakherbergjum byrjuðu City-menn að leita að skapandi lausnum svo félagið gæti haldið áfram á sömu braut án þess að brjóta reglurnar á pappír. Úr varð að „Verkefnið Longbow“ var stofnað. Longbow er vopnið sem Englendingar notuðu eitt sinn í stríði gegn Frökkum og unnu. Óvinur City var Frakkinn Michel Platini sem þá var forseti UEFA. Megináherslan í þessu verkefni var að koma alls konar kostnaði frá félaginu til þess að laga bókhaldið. Þetta átti að fela frá UEFA. Á meðal þess sem var gert var að færa greiðslur til leikmanna fyrir ímyndunarrétt til annars fyrirtækis. Munaði mikið um það.Keyptu Kaupþing í Lúxemborg Man. City réð feðgana David og Jonathan Rowland til þess að byggja „kastala lyganna“ eins og það er kallað í greininni. Þeir feðgar keyptu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg og stofnuðu Banque Havilland í kjölfarið. Sá banki var með sterkar tengingar í Lúxemborg, Liechtenstein, Bahamas og Sviss. Góðir staður til þess að fela peninga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Með þessari aðferð var líka hægt að fela þá peninga sem eigendur Man. City voru að dæla í félagið og þeir vildu ekki að UEFA vissi af. Það átti ekki að láta nýju fjármálareglurnar stöðva sig. Brotaviljinn var einbeittur.Greinina má lesa í heild sinni hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23