Enski boltinn

Sterling krotar undir nýjan fimm ára samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling er búinn að skrifa undir hjá City.
Sterling er búinn að skrifa undir hjá City. vísir/getty
Raheem Sterling hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City sem heldur honum hjá félaginu þangað til 2023.

Samningur Sterling við City átti að renna út eftir átján mánuði og hann hafði verið lengi í viðræðum við City. Um tíma voru aðilarnir langt frá samkomulagi.

Sky fréttastofan greindi frá því í byrjun mánaðarins að nú væru samningsaðilar nærri samkomulagi og í dag tilkynnti City að það væri búðið að kvitta undir samninginn.

„Ég er mjög ánægður með að skrifa undir nýjan samning. Framfarir mínar hér hafa verið ótrúlegar,“ sagði Sterling við heimasíðu City

„Mér hefur liðið frá fyrstu mínútu að þetta var rétt ákvörðun fyrir mig. Ég er mjög þokklátur. Á hverju einasta tímabili viltu verða betri en á síðasta tímabili. Þú vilt reyna að verða betri.“

„Með aðstöðunni sem er hér er enginn ástæða til þess að ná ekki mínum markmiðum. Með þessu þjálfaraliði og leikmönnunum í þessu liði þá býrðu til hið fullkomna umhverfi.“

Sterling gekk í raðir City sumarið 2015 en kaupverðið er talið um 49 milljónir punda. Hann hefur skorað 48 mörk í 151 leik fyrir City sem varð enskur meistari í fyrra og er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×