Erlent

Kveðst pólitískur fangi Spánverja

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hörð framganga Spánverja í málinu, hvort sem um er að ræða ofbeldi lögreglu á kjördag eða fangelsun embættismanna, hefur vakið hörð viðbrögð Katalóna.
Hörð framganga Spánverja í málinu, hvort sem um er að ræða ofbeldi lögreglu á kjördag eða fangelsun embættismanna, hefur vakið hörð viðbrögð Katalóna. AP/Emilio morenatti

„Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar,“ segir Jordi Cuixart, forseti Omnium Cultural og baráttumaður fyrir sjálfstæði Katalóníu, í grein sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag.

Jordi Cuixart. Nordicphotos/AFP

Cuixart hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna atkvæðagreiðslu í Katalóníu í fyrra og á yfir höfði sér áratuga fangelsi. Auk hans voru ráðherrar katalónsku héraðsstjórnarinnar ákærðir sem og þingforsetinn Jordi Sanchez.

Hörð framganga Spánverja í málinu, hvort sem um er að ræða ofbeldi lögreglu á kjördag eða fangelsun embættismanna, hefur vakið hörð viðbrögð Katalóna. Það mátti til að mynda sjá í leik Barcelona og Real Madrid í spænsku deildinni um helgina þar sem stuðningsmenn katalónska liðsins héldu á flennistórum borða sem á stóð: „Einungis einræðisríki fangelsa friðsama stjórnmálamenn.“

Cuixart fjallar um fangelsisvist og meðferð sína í greininni. Hann líkir stjórnvöldum á Spáni við harðstjórn Francos, segir málið farsa og skorar á ríki Evrópu að miðla málum í deilunni við Spán.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.