Erlent

Kveðst pólitískur fangi Spánverja

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hörð framganga Spánverja í málinu, hvort sem um er að ræða ofbeldi lögreglu á kjördag eða fangelsun embættismanna, hefur vakið hörð viðbrögð Katalóna.
Hörð framganga Spánverja í málinu, hvort sem um er að ræða ofbeldi lögreglu á kjördag eða fangelsun embættismanna, hefur vakið hörð viðbrögð Katalóna. AP/Emilio morenatti
„Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar,“ segir Jordi Cuixart, forseti Omnium Cultural og baráttumaður fyrir sjálfstæði Katalóníu, í grein sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag.Jordi Cuixart.Nordicphotos/AFP
Cuixart hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna atkvæðagreiðslu í Katalóníu í fyrra og á yfir höfði sér áratuga fangelsi. Auk hans voru ráðherrar katalónsku héraðsstjórnarinnar ákærðir sem og þingforsetinn Jordi Sanchez.Hörð framganga Spánverja í málinu, hvort sem um er að ræða ofbeldi lögreglu á kjördag eða fangelsun embættismanna, hefur vakið hörð viðbrögð Katalóna. Það mátti til að mynda sjá í leik Barcelona og Real Madrid í spænsku deildinni um helgina þar sem stuðningsmenn katalónska liðsins héldu á flennistórum borða sem á stóð: „Einungis einræðisríki fangelsa friðsama stjórnmálamenn.“Cuixart fjallar um fangelsisvist og meðferð sína í greininni. Hann líkir stjórnvöldum á Spáni við harðstjórn Francos, segir málið farsa og skorar á ríki Evrópu að miðla málum í deilunni við Spán.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.