Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 11:01 Jamal Khashoggi var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Sádar hafa verið margsaga um hvernig dauða hans bar að. Vísir/EPA Upptökur úr öryggismyndavélum benda til þess að einn mannanna sem talið er að hafi myrt Jamal Khashoggi, sádiarabískan blaðamann, hafi klæðst fötum hans eftir að hann var myrtur. Tyrknesk yfirvöld hafa sagst ætla að birta frekari sannanir fyrir því að Khashoggi hafi verið myrtur á morgun. Rannsókn Tyrkja bendir til þess að fimmtán manna hópur hafi komið frá Sádi-Arabíu daginn sem Khashoggi hvarf fyrir þremur vikum. Þeir hafi pyntað og myrt blaðamanninn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrkir hafa sagt að hljóðupptökur sýni fram á þetta. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir tyrkneskum heimildum að einn árásarmannanna sjáist á öryggisupptökum klæddur í föt Khashoggi þegar hann kemur út um bakdyr ræðisskrifstofunnar. Hann sé jafnframt með gerviskegg og gleraugu. Síðar sama dag sjáist maðurinn á upptökum við Bláu moskuna í Istanbúl. Kenning tyrkneskra rannsakenda er að maðurinn hafi verið notaður sem tvífari Khashoggi Skýringar sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið á dauða Khashoggi hafa verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið nærri hvarfi Khashoggi þegar hans var saknað. Hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Í síðustu viku viðurkenndu þau loks að Khashoggi væri látinn. Hann hefði óvart beðið bana í „slagsmálum“ á ræðisskrifstofunni. Sádar hafa þó ekki skýrt hvað hafi orðið um lík Khashoggi. Tyrkir hafa sagt að líklega hafi lík hans verið bútað niður og flutt burt í kössum og ferðatöskum.Segir morðingjana hafa farið út fyrir valdsvið sitt Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, bar fram enn eina skýringuna á dauða Khashoggi í viðtali í gær. Þar sagði hann að Khashoggi hefði verið fórnarlamb aðgerðar sem fór úr böndunum. Talaði ráðherrann um dauða blaðamannsins sem „morð“ sem hefði verið „gríðarleg mistök“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við erum staðráðnir í að komast að öllum staðreyndum og við erum staðráðnir í að refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir þessu morði,“ sagði Jubeir og fullyrti að þeir sem væru ábyrgir hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. Hafnaði Jubeir því að Mohammed bin Salman krónprins hefði vitað nokkuð um aðgerðina. Engu að síður hefur verið greint frá því að nokkrir mannanna sem voru sendir til Istanbúl tengist krónprinsinum.Surveillance footage shows Saudi operative in Khashoggi's clothes in Istanbul after the journalist was killed, a Turkish source says https://t.co/Nz4mmRb0qX— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 22, 2018 Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Upptökur úr öryggismyndavélum benda til þess að einn mannanna sem talið er að hafi myrt Jamal Khashoggi, sádiarabískan blaðamann, hafi klæðst fötum hans eftir að hann var myrtur. Tyrknesk yfirvöld hafa sagst ætla að birta frekari sannanir fyrir því að Khashoggi hafi verið myrtur á morgun. Rannsókn Tyrkja bendir til þess að fimmtán manna hópur hafi komið frá Sádi-Arabíu daginn sem Khashoggi hvarf fyrir þremur vikum. Þeir hafi pyntað og myrt blaðamanninn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrkir hafa sagt að hljóðupptökur sýni fram á þetta. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir tyrkneskum heimildum að einn árásarmannanna sjáist á öryggisupptökum klæddur í föt Khashoggi þegar hann kemur út um bakdyr ræðisskrifstofunnar. Hann sé jafnframt með gerviskegg og gleraugu. Síðar sama dag sjáist maðurinn á upptökum við Bláu moskuna í Istanbúl. Kenning tyrkneskra rannsakenda er að maðurinn hafi verið notaður sem tvífari Khashoggi Skýringar sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið á dauða Khashoggi hafa verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið nærri hvarfi Khashoggi þegar hans var saknað. Hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Í síðustu viku viðurkenndu þau loks að Khashoggi væri látinn. Hann hefði óvart beðið bana í „slagsmálum“ á ræðisskrifstofunni. Sádar hafa þó ekki skýrt hvað hafi orðið um lík Khashoggi. Tyrkir hafa sagt að líklega hafi lík hans verið bútað niður og flutt burt í kössum og ferðatöskum.Segir morðingjana hafa farið út fyrir valdsvið sitt Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, bar fram enn eina skýringuna á dauða Khashoggi í viðtali í gær. Þar sagði hann að Khashoggi hefði verið fórnarlamb aðgerðar sem fór úr böndunum. Talaði ráðherrann um dauða blaðamannsins sem „morð“ sem hefði verið „gríðarleg mistök“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við erum staðráðnir í að komast að öllum staðreyndum og við erum staðráðnir í að refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir þessu morði,“ sagði Jubeir og fullyrti að þeir sem væru ábyrgir hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. Hafnaði Jubeir því að Mohammed bin Salman krónprins hefði vitað nokkuð um aðgerðina. Engu að síður hefur verið greint frá því að nokkrir mannanna sem voru sendir til Istanbúl tengist krónprinsinum.Surveillance footage shows Saudi operative in Khashoggi's clothes in Istanbul after the journalist was killed, a Turkish source says https://t.co/Nz4mmRb0qX— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 22, 2018
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37
Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29
Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“