Erlent

Lík brasilísks úr­vals­deildar­leik­manns fannst nærri af­höfðað

Atli Ísleifsson skrifar
Daniel Correa Freitas var leikmaður Sao Paulo sem leikur í efstu deild brasilíska boltans.
Daniel Correa Freitas var leikmaður Sao Paulo sem leikur í efstu deild brasilíska boltans. Getty

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Daniel Correa Freitas, sem spilað hefur með Sao Paulo í brasilísku úrvalsdeildinni, fannst látinn í bænum Sao Jose dos Pinhais í suðurhluta landsins á laugardagskvöld.

Brasilískir fjölmiðlar segja að Correa Freitas hafi verið nærri afhöfðaður og að kynfæri hans hafi verið sundurskorin.

Félagið staðfesti í morgun andlát hins 24 ára Correa Freitas. „Félagið sendir fjölskyldu leikmannsins samúðarkveðjur,“ segir í tísti frá félaginu.

Brasilíska blaðið Band B segir að svo virðist sem að Correa Freitas hafi verið fórnarlamb pyndingar. Hafi hann verið með tvo djúpa skurði á hálsi þannig að hann var nærri afhöfðaður. Vegfarendur gengu fram á líkið.

Correa Freitas spilaði sem sóknarsinnaður miðjumaður og lék með liði Botafogo áður en hann gekk til liðs við Sao Paulo árið 2015.Daniel Correa Freitas var fæddur árið 1994. Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.