Fótbolti

Emil ekki með gegn Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. vísir/getty
Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese á Ítalíu, mun ekki spila með íslenska landsliðinu sem mætir Frakklandi í vináttulandsleik á Guingamp á morgun.

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í Guingamp í morgun að Emil myndi ekki ná leiknum á morgun. Það er þó ekki útilokað að Emil verði með þegar Ísland mætir Sviss í Þjóðadeild UEFA á mánudag.

Þrír aðrir leikmenn eru tæpir fyrir leikinn á morgun, að sögn Hamrén. Sverrir Ingi Ingason var veikur í morgun og gat ekki æft með liðinu. Þá eru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Rúrik Gíslason báðir tæðir vegna meiðsla.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 19.05 annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa

Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×