Innlent

Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum

Birgir Olgeirsson skrifar
Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. Vísir/Stefán
Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, segir Láru V. Júlíusdóttur, lögmann fjármálastjóra Eflingar, vera „svolítið blóðþyrsta“. 

Þetta segir Gunnar Smári á Facebook því Lára V. Júlíusdóttir var eitt sinn sérstakur saksóknari sem ákærði níu manns fyrir árás á Alþingi í tengslum við Búsáhaldabyltinguna árið 2008. Sólveig var ein af þessum níumenningum sem voru sýknaðir af ákærunni í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2011. 

Lára hefur tekið að sér að gæta hagsmuna Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, en hún sakar Gunnar Smára um að reyna að sverta mannorð Kristjönu. Skapaðist sú umræða öll í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins um meintar deilur innan stéttarfélagsins Eflingar.

Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður fjármálastjóra Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir skipaði sjötta sæti á lista Sósíalistaflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Gunnar Smári ritar þetta á Facebook þar sem hann bregst við yfirlýsingu Láru til fjölmiðla þar sem hún greindi frá máli Kristjönu og ummæla Gunnars Smára í garð hennar.

Hann segir Láru og Kristjönu ýja að því að þær tvær séu að hugsa um, íhuga og velta fyrir sér málsókn.

„Vegna þessa, ekki vegna þess að þær haldi að eitthvert tilefni sé til málsóknar heldur vegna þess að þær vita sem er að fjölmiðlar gera ekki meira kröfur til sín en svo, að þeir muni birta þessa yfirlýsingu undir fyrirsögnum sem gefa til kynna stórkostleg brot mín.“

Í samtali við Vísi þakkar Gunnar Smári Láru fyrir ábendingar um ritstjórn á Facebook-veggi sínum. „En mun ekki fara eftir þeim."






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×