Erlent

Farþegaþota rakst utan í vegg í flugtaki

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Air India er eitt elsta flugfélag Indlands en það hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007.
Air India er eitt elsta flugfélag Indlands en það hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007. Getty/Sattish Bate
Boeing 737 þota frá Air India, ríkisflugfélagi Indlands, varð fyrir skemmdum í flugtaki þegar vélin rakst á múrsteinsvegg við enda flugbrautarinnar. Vélin komst þó á loft með 130 farþega innanborðs og var henni síðan nauðlent í Mumbai, en vélin var að fara frá Trichy áleiðis til Dubai þegar óhappið átti sér stað.

Flugmenn vélarinnar eru sagðir reynslumiklir og ekki er ljóst hvað þarna gerðist en þeir hafa báðir verið settir í leyfi á meðan málið er rannsakað. Svo virðist sem flugmennirnir hafi ekki orðið varir við áreksturinn. Þegar þeim var tilkynnt um atvikið, eftir að þeir tóku á loft, sögðu þeir að flugvélin virkaði sem skyldi.

Á myndum má sjá að stórt skarð er í veggnum og breska ríkisútvarpið greinir frá því að töluverðar skemmdir séu á öðrum væng vélarinnar einnig.

Air India er eitt elsta flugfélag Indlands en það hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×