Erlent

Bergbrot heldur áfram á Bretlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Umhverfisverndarsinnar hafa barist gegn bergbroti á Bretlandi.
Umhverfisverndarsinnar hafa barist gegn bergbroti á Bretlandi. Vísir/EPA

Gasvinnsla með svonefndu bergbroti (e. Fracking) getur haldið áfram í fyrsta skipta á Bretlandi eftir að dómari hafnaði kröfu baráttufólks gegn aðferðinni um að ekki hafi verið nægilega hugað að öryggi hennar. Bergbrotið hefur verið bendlað við jarðvirkni.

Dómari við hæstarétt Bretlands taldi engar vísbendingar liggja fyrir um að sveitarstjórn Lancashire hafi ekki metið hættu við bergbrot nægilega. Orkufyrirtækið Cuardrilla hefur borað tvær holur í héraðinu eftir að niðurstaðan lá fyrir.

Bergbrot Cuadrilla var stöðvað árið 2011 þegar það var tengt við tvo jarðskjálfta sem riðu yfir nærri borginni Blackpool, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli umhverfissinna við athafnasvæði fyrirtækisins hafa verið tíð.

Vinnsluaðferðin byggist á því að vökva er dælt niður í berg með háþrýstidælum til að brjóta það og leysa gas sem er bundið í því úr læðingi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.