Veiðimálastjóri segir af sér eftir fjöldamorð á öpum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 16:16 Bavíanar voru á meðal fórnarlamba veiðimálastjórans. Myndin er af bavíönum í dýragarði í Ástralíu og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/EPA Yfirmaður veiðimála í Idaho-ríki í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að myndir af honum með dýrum sem hann drap í veiðiferð í Afríku vöktu almenna hneykslun. Maðurinn stærði sig meðal annars af því að hafa drepið heila bavíanafjölskyldu. C.L. Otter, ríkisstjóri Idaho, segir hafa óskaði eftir því að Blake Fischer, veiðimálastjóri ríkisins, segði af sér þar sem hann hefði sýnt af sér slæma dómgreind. Fischer hefur beðist afsökunar á myndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég sýndi nýlega af mér lélega dómgreind sem leiddi til þess að ég deildi myndum af veiðum þar sem ég sýndi ekki af mér viðeigandi drenglyndi og virðingu fyrir dýrunum sem ég veiddi,“ skrifaði Fischer sem sagðist axla fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Myndirnar sendi Fischer samstarfsmönnum sínum í síðasta mánuði. Á þeim sást hann brosandi með ýmsum dýrum sem hann felldi í Namibíu, þar á meðal gíraffa, antilópu og hlébarða. Fischer hafi gortað sig af veiðunum. Konan hans hafi viljað fá tilfinningu fyrir Afríku „þannig að ég skaut heila fjölskyldu af bavíönum. Ég held að hún hafi fengið hugmynd um það í snatri,“ skrifaði Fischer. Eftir að tölvupósturinn komst á kreik kölluðu nokkrir forverar Fischer eftir því að hann segði af sér. „Ég er viss um að það sem þú gerðir var löglegt, hins vegar gerir það að það sé löglegt það ekki réttmætt,“ sagði Fred Trevey, fyrrverandi veiðimálastjóri í Idaho, í tölvupósti til Fischer. Ástralía Namibía Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Yfirmaður veiðimála í Idaho-ríki í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að myndir af honum með dýrum sem hann drap í veiðiferð í Afríku vöktu almenna hneykslun. Maðurinn stærði sig meðal annars af því að hafa drepið heila bavíanafjölskyldu. C.L. Otter, ríkisstjóri Idaho, segir hafa óskaði eftir því að Blake Fischer, veiðimálastjóri ríkisins, segði af sér þar sem hann hefði sýnt af sér slæma dómgreind. Fischer hefur beðist afsökunar á myndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég sýndi nýlega af mér lélega dómgreind sem leiddi til þess að ég deildi myndum af veiðum þar sem ég sýndi ekki af mér viðeigandi drenglyndi og virðingu fyrir dýrunum sem ég veiddi,“ skrifaði Fischer sem sagðist axla fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Myndirnar sendi Fischer samstarfsmönnum sínum í síðasta mánuði. Á þeim sást hann brosandi með ýmsum dýrum sem hann felldi í Namibíu, þar á meðal gíraffa, antilópu og hlébarða. Fischer hafi gortað sig af veiðunum. Konan hans hafi viljað fá tilfinningu fyrir Afríku „þannig að ég skaut heila fjölskyldu af bavíönum. Ég held að hún hafi fengið hugmynd um það í snatri,“ skrifaði Fischer. Eftir að tölvupósturinn komst á kreik kölluðu nokkrir forverar Fischer eftir því að hann segði af sér. „Ég er viss um að það sem þú gerðir var löglegt, hins vegar gerir það að það sé löglegt það ekki réttmætt,“ sagði Fred Trevey, fyrrverandi veiðimálastjóri í Idaho, í tölvupósti til Fischer.
Ástralía Namibía Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira