Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2018 09:00 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins. Getty Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira