Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 13:06 Stórum hlutum Amazon-regnskógarins hefur verið eytt til að rýma til fyrir nautgripa- og sojabaunaræktun. Næsti forseti Brasilíu gæti liðkað til fyrir eyðingu skógarins. Vísir/EPA Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira