Erlent

Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju

Andri Eysteinsson skrifar
Ronaldo er einn dáðasti íþróttamaður heims. Það breytir því þó ekki að hann er grunaður um nauðgun.
Ronaldo er einn dáðasti íþróttamaður heims. Það breytir því þó ekki að hann er grunaður um nauðgun. Vísir/Getty
Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadafylki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan.

Dagsetningin virðist benda til þess að um sé að ræða mál knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo

Íþróttafréttamaðurinn Grant Wahl hjá Sports Illustrated og Fox Sports vakti athygli á því á Twitter síðu sinni.



Engin nöfn eru nefnd í tilkynningunni sem Wahl hefur undir höndum en dagsetningin passar við frásögn Kathryn Mayorga sem sakar Portúgalann um nauðgun 13. júní árið 2009.

Þýski miðillinn Der Spiegel hefur frá því í fyrra fjallað um meint kynferðisbrot Ronaldo sem á að hafa verið framið í Las Vegas sumarið 2009. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins, á þeim tíma vildi Mayorga ekki tjá sig um málið.

Í kjölfar #MeToo byltingarinnar segist Mayorga hafa fyllst kjarki og hefur ákveðið að stíga fram í samstarfi við Der Spiegel og birtist viðtal við hana um málið í vikunni. Fjallað var um ásakanir Mayorga á Vísi í dag og má sjá umfjöllunina hér.

Hér má finna umfjöllun Spiegel um málið og að neðan má sjá röð tísta sem greinahöfundur Spiegel hefur birt um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×