Erlent

Fá Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar í eðlisfræði leisa

Atli Ísleifsson skrifar
Vísindamennirnir hafa sérhæft sig í eðlisfræði leisa.
Vísindamennirnir hafa sérhæft sig í eðlisfræði leisa. Mynd/Nobel prize
Bandarísku vísindamaðurinn Arthur Ashkin og Frakkinn Gérard Mourou og Kanadamaðurinn Donna Strickland hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Frá þessu var greint á fréttamannafundi sænsku akademíunnar í dag.

Verðlaunin hljóta þeir fyrir uppgötvana þeirra á sviði eðlisfræði leisa (e. laser physics). Ashkin fær verðlaunin fyrir að þróun sína á leisitækni sem notast er við til að rannsaka lífkerfi. Mourou og Strickland deila verðlaununum fyrir að hafa þróað leið til að mynda sterkar, en stuttar leisibylgjur.

Hinn 96 ára Ashkin starfaði á sínum tíma hjá Bell Laboratories og Lucent Technologies. Mourou hefur starfað við Háskólann í Michigan og Strickland við Waterlooháskóla í Kanada.

Strickland er fyrsta konan í 55 ár sem hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×