Roy Keane lætur „grenjuskjóðurnar“ í boltanum heyra það | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 09:00 Roy Keane var mikill nagli á velli. vísir/getty Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, óskar José Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins, alls hins besta í baráttunni við leikmenn liðsins sem sumir hverjir eru verulega ósáttir við Portúgalann þessa dagana. Mikið hefur verið gert úr sambandi Mourinho og Pogba sem er talinn vilja komast burt og þá er stjórinn sagður varla tala við fyrirliðann Antonio Valencia. Roy Keane var spurður út í stöðuna hjá Manchester United í viðtali við sjónvarpstöð Nottingham Forest en Keane spilaði með Forest áður en að hann var keyptur til Manchester United. „Það eiga ekki allir fótboltamenn og knattspyrnustjórar samleið. Stjórum líkar ekki við alla leikmenn. En, það sem að maður gerir sem fótboltamaður, er að þú spilar fyrir liðið þitt. Ég hef lent upp á kant við einn eða tvo stjóra en alltaf gerði ég það,“ segir Keane. „Mér er alveg sama hvað kom upp á milli þín sem leikmanns og stjórans eða hvort þið hafið verið að rífast. Svona er þessi bransi en sögurnar verða alltaf ýktari hjá Manchester United sem er eitt stærsta félag heims.“ „Þegar að þú ert leikmaður Manchester United og þú gengur út á völlinn klæddur þessari treyju og þú gefur ekki 100 prósent í leikinn... gangi Mourinho bara vel með þetta allt saman,“ segir Keane. Írinn vildi ekki nafngreina neinn þegar að umsjónarmenn þáttarins fóru að benda á Paul Pogba. Keane er bara almennt ósáttur við suma fótboltamenn nútímans sem virðast væla meira en gamli skólinn. „Ég er ekki að tala um Pogba. Ég er að tala um leikmenn sem fara í fýlu út í stjórann eða aðra í þjálfaraliðinu og æfa ekki almennilega því að þeir eru í uppnámi,“ segir Keane. „Það er mikið af væluskjóðum þarna úti en þegar að þú gengur út á völlinn ertu að spila fyrir liðið þitt, stoltið og borgina. Ekki vera að pæla á þeirri stundu í því hvað stjórinn sagði við þig eða þjálfararnir.“ „Þú mátt kvarta yfir öllu eftir leikinn en á meðan að leik stendur þarftu að vera eins og maður og spila með stolti, krafti, orku og vonandi smá gæðum. Þú getur átt slæman dag en ef sú er raunin þá bretturðu upp ermar og berst fyrir treyjuna en lætur ekki einhvað utanaðkomandi hafa áhrif á þig,“ segir Roy Keane.Watch: Part of former #NFFC and #MUFC Roy Keane's honest assessment when we asked him about the state of Manchster United right now. All that and more on your screens on Team Talk TONIGHT at 8pm! Sponsored by @KLGGlazingpic.twitter.com/a8iKprYvdz — Notts TV (@Notts_TV) October 3, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Valencia líkaði færsla þar sem kallað var eftir því að Mourinho verði rekinn Samfélagsmiðlar eru ekki að laga ástandið neitt á Old Trafford. 3. október 2018 08:45 Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30 Pogba: Mér var bannað að tala Paul Pogba segir sér hafa verið bannað að ræða við fjölmiðla eftir jafntefli Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. 4. október 2018 06:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, óskar José Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins, alls hins besta í baráttunni við leikmenn liðsins sem sumir hverjir eru verulega ósáttir við Portúgalann þessa dagana. Mikið hefur verið gert úr sambandi Mourinho og Pogba sem er talinn vilja komast burt og þá er stjórinn sagður varla tala við fyrirliðann Antonio Valencia. Roy Keane var spurður út í stöðuna hjá Manchester United í viðtali við sjónvarpstöð Nottingham Forest en Keane spilaði með Forest áður en að hann var keyptur til Manchester United. „Það eiga ekki allir fótboltamenn og knattspyrnustjórar samleið. Stjórum líkar ekki við alla leikmenn. En, það sem að maður gerir sem fótboltamaður, er að þú spilar fyrir liðið þitt. Ég hef lent upp á kant við einn eða tvo stjóra en alltaf gerði ég það,“ segir Keane. „Mér er alveg sama hvað kom upp á milli þín sem leikmanns og stjórans eða hvort þið hafið verið að rífast. Svona er þessi bransi en sögurnar verða alltaf ýktari hjá Manchester United sem er eitt stærsta félag heims.“ „Þegar að þú ert leikmaður Manchester United og þú gengur út á völlinn klæddur þessari treyju og þú gefur ekki 100 prósent í leikinn... gangi Mourinho bara vel með þetta allt saman,“ segir Keane. Írinn vildi ekki nafngreina neinn þegar að umsjónarmenn þáttarins fóru að benda á Paul Pogba. Keane er bara almennt ósáttur við suma fótboltamenn nútímans sem virðast væla meira en gamli skólinn. „Ég er ekki að tala um Pogba. Ég er að tala um leikmenn sem fara í fýlu út í stjórann eða aðra í þjálfaraliðinu og æfa ekki almennilega því að þeir eru í uppnámi,“ segir Keane. „Það er mikið af væluskjóðum þarna úti en þegar að þú gengur út á völlinn ertu að spila fyrir liðið þitt, stoltið og borgina. Ekki vera að pæla á þeirri stundu í því hvað stjórinn sagði við þig eða þjálfararnir.“ „Þú mátt kvarta yfir öllu eftir leikinn en á meðan að leik stendur þarftu að vera eins og maður og spila með stolti, krafti, orku og vonandi smá gæðum. Þú getur átt slæman dag en ef sú er raunin þá bretturðu upp ermar og berst fyrir treyjuna en lætur ekki einhvað utanaðkomandi hafa áhrif á þig,“ segir Roy Keane.Watch: Part of former #NFFC and #MUFC Roy Keane's honest assessment when we asked him about the state of Manchster United right now. All that and more on your screens on Team Talk TONIGHT at 8pm! Sponsored by @KLGGlazingpic.twitter.com/a8iKprYvdz — Notts TV (@Notts_TV) October 3, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Valencia líkaði færsla þar sem kallað var eftir því að Mourinho verði rekinn Samfélagsmiðlar eru ekki að laga ástandið neitt á Old Trafford. 3. október 2018 08:45 Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30 Pogba: Mér var bannað að tala Paul Pogba segir sér hafa verið bannað að ræða við fjölmiðla eftir jafntefli Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. 4. október 2018 06:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Valencia líkaði færsla þar sem kallað var eftir því að Mourinho verði rekinn Samfélagsmiðlar eru ekki að laga ástandið neitt á Old Trafford. 3. október 2018 08:45
Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United Juan Mata er einn af síðustu bloggurunum en hann vill ekki skrifa á meðan að svona illa gengur. 2. október 2018 19:30
Pogba: Mér var bannað að tala Paul Pogba segir sér hafa verið bannað að ræða við fjölmiðla eftir jafntefli Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. 4. október 2018 06:00