Engir venjulegir unglingar sem Southgate kallaði inn í enska hópinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 14:30 Jadon Sancho er að spila frábærlega fyrir Dortmund. vísir/getty Gareth Southgate heldur áfram að gefa ungum leikmönnum tækifæri í enska landsliðshópnum en þrír ungir strákar voru kallaðir inn í fyrsta sinn í dag. Southgate valdi þá Jason Sancho, James Maddison og Mason Mount í hópinn sem að mætir Króatíu og Spáni í næstu tveimur leikjum liðsins í Þjóðadeildinni í næstu viku. Enska liðið er að glíma við meiðsli en Southgate er án Dele Alli, Jesse Lingard og Ruben Loftus-Cheek og þá er Fabian Delph einnig frá vegna meiðsla. Það eru því tækifæri fyrir unga menn að sanna sig. Southgate er þó ekki að velja neina pappakassa bara af því að þeir eru ungir. Þessir strákar eru heldur betur að sanna sig með félagsliðum sínum.James Maddison er búinn að skora þrjú mörk fyrir Leicester.vísir/gettyGeggjaður í gulu Jadon Sancho er líklega heitasti bitinn í dag en þessi 18 ára gamli strákur tók skrefið úr akademíu Manchester City til Dortmund fyrir ári síðan og er orðinn fastamaður hjá þýska liðinu í dag sem er á toppnum í þýsku 1 .deildinni. Sancho er búinn að leggja upp fleiri mörk en nokkur annar í efstu fimm deildum Evrópu en hann lagði einmitt upp mark fyrir Dortmund í 3-0 sigri á Mónakó í Meistaradeildinni í gær. Þá var hann heimsmeistari U17 ára með Englandi fyrir ári síðan. Mason Mount er í eigu Chelsea en er á láni hjá Derby eftir að vera á láni hjá Vitesse Arnhem í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann er einn af fjölmörgum Chelsea-mönnum sem eru á láni frá félaginu.Mason Mount var í liði Derby sem sló United út úr deildabikarnum.vísir/gettyEfstur Englendinga Þessi 19 ára gamli miðjumaður fór hamförum með Vitesse í fyrra og byrjar vel með Derby í B-deildinni á Englandi en hann er búinn koma með beinum hætti að 17 mörkum í síðustu 18 leikjum fyrir Vitesse og Derby. Hann varð Evrópumeistari með Englandi U19 ára í fyrra. James Maddison er elstur nýliðanna en hann er 21 árs og spilar með Leicester. Refirnir keyptu hann frá Norwich fyrir 20 milljónir punda í sumar en hann var í liði ársins í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Maddison hefur farið virkilega vel af stað með Leicester og skorað þrjú mörk í fyrstu sjö leikjunum. Þá hefur hann skapað fimmtán færi fyrir liðsfélaga sína í fyrstu sjö umferðunum en enginn Englendingur hefur gert betur í byrjun leiktíðar.Jadon Sancho - more assists than anyone in Europe's Big 5 Leagues this season Mason Mount - directly involved in 17 goals in his last 18 league games James Maddison - created more chances (15) than any Englishman in the PL this seasonhttps://t.co/RYdPEGWIT9#Englandhttps://t.co/EWi0eFwcDh — BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Barkley og Jadon Sancho í enska landsliðshópnum Þrír nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeild UEFA. Ross Barkley snýr einnig aftur í enska hópinn. 4. október 2018 13:44 Southgate með enska liðið á HM 2022 Gareth Southgate mun stýra enska landsliðinu fram yfir HM 2022 samkvæmt frétt Sky Sports. Southgate á að hafa komist að munnlegu samkomulagi um nýjan samning. 4. október 2018 11:00 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Gareth Southgate heldur áfram að gefa ungum leikmönnum tækifæri í enska landsliðshópnum en þrír ungir strákar voru kallaðir inn í fyrsta sinn í dag. Southgate valdi þá Jason Sancho, James Maddison og Mason Mount í hópinn sem að mætir Króatíu og Spáni í næstu tveimur leikjum liðsins í Þjóðadeildinni í næstu viku. Enska liðið er að glíma við meiðsli en Southgate er án Dele Alli, Jesse Lingard og Ruben Loftus-Cheek og þá er Fabian Delph einnig frá vegna meiðsla. Það eru því tækifæri fyrir unga menn að sanna sig. Southgate er þó ekki að velja neina pappakassa bara af því að þeir eru ungir. Þessir strákar eru heldur betur að sanna sig með félagsliðum sínum.James Maddison er búinn að skora þrjú mörk fyrir Leicester.vísir/gettyGeggjaður í gulu Jadon Sancho er líklega heitasti bitinn í dag en þessi 18 ára gamli strákur tók skrefið úr akademíu Manchester City til Dortmund fyrir ári síðan og er orðinn fastamaður hjá þýska liðinu í dag sem er á toppnum í þýsku 1 .deildinni. Sancho er búinn að leggja upp fleiri mörk en nokkur annar í efstu fimm deildum Evrópu en hann lagði einmitt upp mark fyrir Dortmund í 3-0 sigri á Mónakó í Meistaradeildinni í gær. Þá var hann heimsmeistari U17 ára með Englandi fyrir ári síðan. Mason Mount er í eigu Chelsea en er á láni hjá Derby eftir að vera á láni hjá Vitesse Arnhem í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann er einn af fjölmörgum Chelsea-mönnum sem eru á láni frá félaginu.Mason Mount var í liði Derby sem sló United út úr deildabikarnum.vísir/gettyEfstur Englendinga Þessi 19 ára gamli miðjumaður fór hamförum með Vitesse í fyrra og byrjar vel með Derby í B-deildinni á Englandi en hann er búinn koma með beinum hætti að 17 mörkum í síðustu 18 leikjum fyrir Vitesse og Derby. Hann varð Evrópumeistari með Englandi U19 ára í fyrra. James Maddison er elstur nýliðanna en hann er 21 árs og spilar með Leicester. Refirnir keyptu hann frá Norwich fyrir 20 milljónir punda í sumar en hann var í liði ársins í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Maddison hefur farið virkilega vel af stað með Leicester og skorað þrjú mörk í fyrstu sjö leikjunum. Þá hefur hann skapað fimmtán færi fyrir liðsfélaga sína í fyrstu sjö umferðunum en enginn Englendingur hefur gert betur í byrjun leiktíðar.Jadon Sancho - more assists than anyone in Europe's Big 5 Leagues this season Mason Mount - directly involved in 17 goals in his last 18 league games James Maddison - created more chances (15) than any Englishman in the PL this seasonhttps://t.co/RYdPEGWIT9#Englandhttps://t.co/EWi0eFwcDh — BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Barkley og Jadon Sancho í enska landsliðshópnum Þrír nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeild UEFA. Ross Barkley snýr einnig aftur í enska hópinn. 4. október 2018 13:44 Southgate með enska liðið á HM 2022 Gareth Southgate mun stýra enska landsliðinu fram yfir HM 2022 samkvæmt frétt Sky Sports. Southgate á að hafa komist að munnlegu samkomulagi um nýjan samning. 4. október 2018 11:00 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Barkley og Jadon Sancho í enska landsliðshópnum Þrír nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeild UEFA. Ross Barkley snýr einnig aftur í enska hópinn. 4. október 2018 13:44
Southgate með enska liðið á HM 2022 Gareth Southgate mun stýra enska landsliðinu fram yfir HM 2022 samkvæmt frétt Sky Sports. Southgate á að hafa komist að munnlegu samkomulagi um nýjan samning. 4. október 2018 11:00