Erlent

Evrópuflokkar bæta við sig fylgi í Lettlandi

Sylvía Hall skrifar
Niðurstöður kosninganna verða ljósar á morgun, sunnudag.
Niðurstöður kosninganna verða ljósar á morgun, sunnudag. Vísir/EPA
Kosningar fóru fram í Lettlandi í dag og munu niðurstöður verða tilkynntar á morgun. Útgönguspár benda til þess að flokkar sem aðhyllast Evrópusambandið munu bæta við sig fylgi. 

Kjósendur í landinu höfðu val á milli 1400 frambjóðenda í sextán flokkum sem gáfu kost á sér en alls eru hundrað sæti á þinginu sem ber heitið Saeima

Þá stefnir allt í það að Harmony-flokkurinn muni bera sigur úr býtum í kosningunum en flokkurinn, sem er nokkuð til vinstri, er sá vinsælasti meðal rússneskra minnihlutahópa í Lettlandi. Rússneskir minnihlutahópar eru rúmlega fjórðungur íbúa Lettlands en það má rekja til þess tíma sem landið var undir stjórn Sovétríkjanna.

Flokkurinn er nú með 24 sæti á þinginu en hann hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir tengsl sín við Mosvku þrátt fyrir að aðhyllast Evrópusambandið. Ólíklegt þykir að flokknum takist að mynda ríkisstjórn með öðrum flokki þrátt fyrir mesta fylgið. 

Núverandi samsteypustjórn í landinu heldur ekki velli samkvæmt útgönguspám og þyrftu flokkarnir þrír, Bændaflokkur græningja, Þjóðabandalag íhaldsmanna og Samstöðuflokkurinn, að bæta við sig öðrum flokki til að mynda ríkisstjórn en saman eru þeir með 29,2%. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×