Erlent

Kern segir skilið við stjórnmálin

Atli Ísleifsson skrifar
Christian Kern gegndi embætti kanslara Austurríkis á árunum 2016 til 2017.
Christian Kern gegndi embætti kanslara Austurríkis á árunum 2016 til 2017. Vísir/Getty

Christian Kern, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur greint frá því að hann hafi sagt skilið við stjórnmálin. Það felur jafnframt í sér að hann stefni ekki lengur að því að gerast arftaki Jean-Claude Juncker í stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Kern lét af embætti leiðtoga austurríska Jafnaðarmannaflokksins í september síðastliðinn. Margir litu svo á að með því stefndi hann að því að verða frambjóðandi hóps Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til embættis forseta framkvæmdastjórnarinnar eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.

Hinn 52 ára Kern sagði að með því að segja skilið við stjórnmálin nú væri hann að skapa rými fyrir nýjan leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, Pamelu Rendi-Wagner, að byggja upp öfluga stjórnarandstöðu í landinu, án þess að þurfa að standa í „stöðugum skugga“ Kern.

Kern tók við embætti kanslara árið 2016 en lét af embætti í kjölfar kosninga 2017. Sebastian Kurz tók við kanslaraembættinu af Kern.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.