Erlent

Mikil ljósasýning yfir Kaliforníu vegna geimskots SpaceX

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX lendir eldflaug á vesturströnd Bandaríkjanna. Þetta mun þó vera í þrítugasta sinn sem fyrirtækinu tekst að lenda eldflaug.
Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX lendir eldflaug á vesturströnd Bandaríkjanna. Þetta mun þó vera í þrítugasta sinn sem fyrirtækinu tekst að lenda eldflaug. Vísir/SpaceX
Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt á loft Falcon 9 eldflaug frá Vandenberg herstöðinni í Kaliforníu. Markmið geimskotsins var að koma gervihnetti á braut um jörðu og tókst það. Þar að auki tókst að lenda eldflauginni aftur skammt frá þeim stað sem henni var skotið á loft.

Geimskotið vakti mikla lukku meðal íbúa Kaliforníu og olli mikilli ljósasýningu á himni. Þeir deildu myndum og myndböndum af skotinu á samfélagsmiðlum.

Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX lendir eldflaug á vesturströnd Bandaríkjanna. Þetta mun þó vera í þrítugasta sinn sem fyrirtækinu tekst að lenda eldflaug.

Eldflaugatækni SpaceX gerir fyrirtækinu kleirft að nýta stærstan hluta eldflauga aftur við geimskot og sparar það fúlgur fjár. Þannig getur SpaceX skotið gervihnöttum á loft með mun minni kostnaði en gengur og gerist.

Gervihnötturinn sem SpaceX skaut á braut um jörðu í nótt kallast SAOCOM 1A og er hann í eigu yfirvalda Argentínu. Hann verður notaður til að fylgjast með náttúruhamförum, uppskeru og rakastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×