Fótbolti

Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi

Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar
Frá æfingu liðsins í morgun.
Frá æfingu liðsins í morgun. vísir/hbg
Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun.

Emil kom til móts við hópinn í nótt en hann er meiddur. Ekki er mjög líklegt að hann geti tekið þátt í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag en hann verður vonandi klár í bátana fyrir leikinn gegn Sviss eftir helgi.

Ögmundur Kristinsson markvörður er eini leikmaðurinn sem ekki er enn kominn til móts við hópinn en hann er væntanlegur.

Strákarnir æfðu á glæsilegu æfingasvæði í morgun þar sem er fjöldi gras- og gervigrasvalla. Aðstæður allar hinar bestu enda logn og fimmtán stiga hiti.

Á morgun æfir liðið síðan á keppnisvellinum í Guingamp sem og franska liðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×