Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 9. október 2018 08:30 Rúnar Alex á hóteli landsliðsins í gær. Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. „Ég er búinn að vera svo stutt í Frakklandi þannig að ég lít ekki alveg á mig sem Frakka enn þá. Það væri annað ef þessi leikur hefði verið í Danmörku þar sem ég var lengur þar. Þetta er svona venjulegt finnst mér,“ segir Rúnar Alex yfirvegaður á hóteli íslenska liðsins í Saint-Brieuc í gær. Markvörðurinn er að sögn sleipur í frönsku þó svo hann vilji nú ekki hæla sér of mikið fyrir hana. „Það gengur hægt og ég er nýbyrjaður í tímum. Ég hef verið að rifja upp það sem ég lærði áður. Mér gengur vel að skilja en það er erfiðara að tala. Ég var með fínan grunn frá því er ég bjó í Belgíu og svo tók ég auðveldu leiðina í framhaldsskóla með því að taka aukaáfanga í frönsku.“ Þó svo gengi Dijon hafi verið upp og ofan þá hefur Rúnar Alex verið að spila mjög vel og vakið athygli í franska boltanum fyrir sína frammistöðu. „Mér persónulega hefur gengið ágætlega þó svo liðið sé að hiksta. Mér líður mjög vel í borginni og hjá liðinu,“ segir markvörðurinn en hver helst munurinn á því að spila í Frakklandi og Danmörku? „Hraðinn myndi ég segja. Menn eru líkamlega sterkari og fljótari hér. Gæðalega eru þeir betri og betri lið í deildinni. Þá er meiri hraði á öllu og maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur. Þetta er hörkudeild og gaman.“ Rúnar Alex er efstur á blaði yfir arftaka Hannesar Þórs Halldórssonar í marki íslenska liðsins og vonast eftir því að fá að spila gegn Frökkum. „Þetta verður erfitt og gott próf fyrir okkur. Þetta er æfingaleikur og því kannski auðveldara að setja mig í liðið. Þjálfarinn hefur samt bara fengið tvo leiki og vill kannski spila á því liði sem hann þekkir og treystir. Ég mun virða þá ákvörðun sem þjálfararnir taka.“ Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. „Ég er búinn að vera svo stutt í Frakklandi þannig að ég lít ekki alveg á mig sem Frakka enn þá. Það væri annað ef þessi leikur hefði verið í Danmörku þar sem ég var lengur þar. Þetta er svona venjulegt finnst mér,“ segir Rúnar Alex yfirvegaður á hóteli íslenska liðsins í Saint-Brieuc í gær. Markvörðurinn er að sögn sleipur í frönsku þó svo hann vilji nú ekki hæla sér of mikið fyrir hana. „Það gengur hægt og ég er nýbyrjaður í tímum. Ég hef verið að rifja upp það sem ég lærði áður. Mér gengur vel að skilja en það er erfiðara að tala. Ég var með fínan grunn frá því er ég bjó í Belgíu og svo tók ég auðveldu leiðina í framhaldsskóla með því að taka aukaáfanga í frönsku.“ Þó svo gengi Dijon hafi verið upp og ofan þá hefur Rúnar Alex verið að spila mjög vel og vakið athygli í franska boltanum fyrir sína frammistöðu. „Mér persónulega hefur gengið ágætlega þó svo liðið sé að hiksta. Mér líður mjög vel í borginni og hjá liðinu,“ segir markvörðurinn en hver helst munurinn á því að spila í Frakklandi og Danmörku? „Hraðinn myndi ég segja. Menn eru líkamlega sterkari og fljótari hér. Gæðalega eru þeir betri og betri lið í deildinni. Þá er meiri hraði á öllu og maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur. Þetta er hörkudeild og gaman.“ Rúnar Alex er efstur á blaði yfir arftaka Hannesar Þórs Halldórssonar í marki íslenska liðsins og vonast eftir því að fá að spila gegn Frökkum. „Þetta verður erfitt og gott próf fyrir okkur. Þetta er æfingaleikur og því kannski auðveldara að setja mig í liðið. Þjálfarinn hefur samt bara fengið tvo leiki og vill kannski spila á því liði sem hann þekkir og treystir. Ég mun virða þá ákvörðun sem þjálfararnir taka.“
Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira