Jón Þór verður næsti landsliðsþjálfari kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2018 16:07 Jón Þór tekur við kvennalandsliðinu en framundan er undankeppni EM 2020. vísir Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar. Íslenski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar.
Íslenski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira