Skutu nágranna sinn til bana vegna deilna um rusl Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 15:15 Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Það gerðu þeir vegna deilna um rusl. Feðgarnir ganga nú lausir gegn tryggingu. Eiginkona Howard, Kara Box, ræddi við blaðamann Star-Telegram og lét hann fá myndband af skotárásinni sem hún tók upp á síma sinn.Hún segir Howard hafa hent dýnu í gám fyrir aftan hús þeirra nokkrum dögum áður en þann 1. september sáu þau að auð dýnan var komin inn á lóð þeirra. Howard fór því út og henti dýnunni aftur í gáminn. Skömmu seinna sáu þau John Miller taka dýnuna úr gámnum og henda henni inn á lóð þeirra hjóna. Box segir Howard hafa gengið upp að Miller og sagt honum að setja dýnuna aftur í gáminn. Hún segir Miller hafa orðið reiðan og hann hafi neitað. Því næst hafi hann dregið skammbyssu úr stuttbuxum sínum. Þá voru lítil börn í bakgarði hjónanna og Box segir Howard hafa orðið mjög reiðan og þeir hafi farið að rífast. Skömmu seinna hafi Michael Miller mætt með haglabyssu. Howard hótaði ítrekað að myrða feðgana, þó hann væri óvopnaður. „Þú dregur fram byssu fyrir framan börnin mín út af dýnu?“ spurði Howard. John Miller sagði ítrekað að ef Howard nálgist sig verði hann skotinn. Sem gerðist svo á endanum. Bæði John og Michael virðast hafa skotið Howard. Box segir að bróðir Howard hefði þá verið búinn að rétta honum hafnaboltakylfu en hann hefði hins vegar ekki reynt að sveifla henni. Myndböndin hér að neðan gætu vakið óhug áhorfenda. Box segir að í kjölfar þess að feðgarnir skutu Howard hafi þeir beint byssum sínum að henni og bróður Howard og þvingað þau til þess að leggjast á jörðina. Þau höfðu flutt í hús þeirra í apríl og höfðu aldrei áður rætt við nágranna sína í næsta húsi.Samkvæmt Washington Post segir lögreglan að minnst tvö skotanna hafi hæft Howard. Hann lést þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.Blaðamaður hringdi í John Miller sem vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagðist telja það svo að um einkamál á milli sín og Texas væri að ræða. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Það gerðu þeir vegna deilna um rusl. Feðgarnir ganga nú lausir gegn tryggingu. Eiginkona Howard, Kara Box, ræddi við blaðamann Star-Telegram og lét hann fá myndband af skotárásinni sem hún tók upp á síma sinn.Hún segir Howard hafa hent dýnu í gám fyrir aftan hús þeirra nokkrum dögum áður en þann 1. september sáu þau að auð dýnan var komin inn á lóð þeirra. Howard fór því út og henti dýnunni aftur í gáminn. Skömmu seinna sáu þau John Miller taka dýnuna úr gámnum og henda henni inn á lóð þeirra hjóna. Box segir Howard hafa gengið upp að Miller og sagt honum að setja dýnuna aftur í gáminn. Hún segir Miller hafa orðið reiðan og hann hafi neitað. Því næst hafi hann dregið skammbyssu úr stuttbuxum sínum. Þá voru lítil börn í bakgarði hjónanna og Box segir Howard hafa orðið mjög reiðan og þeir hafi farið að rífast. Skömmu seinna hafi Michael Miller mætt með haglabyssu. Howard hótaði ítrekað að myrða feðgana, þó hann væri óvopnaður. „Þú dregur fram byssu fyrir framan börnin mín út af dýnu?“ spurði Howard. John Miller sagði ítrekað að ef Howard nálgist sig verði hann skotinn. Sem gerðist svo á endanum. Bæði John og Michael virðast hafa skotið Howard. Box segir að bróðir Howard hefði þá verið búinn að rétta honum hafnaboltakylfu en hann hefði hins vegar ekki reynt að sveifla henni. Myndböndin hér að neðan gætu vakið óhug áhorfenda. Box segir að í kjölfar þess að feðgarnir skutu Howard hafi þeir beint byssum sínum að henni og bróður Howard og þvingað þau til þess að leggjast á jörðina. Þau höfðu flutt í hús þeirra í apríl og höfðu aldrei áður rætt við nágranna sína í næsta húsi.Samkvæmt Washington Post segir lögreglan að minnst tvö skotanna hafi hæft Howard. Hann lést þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.Blaðamaður hringdi í John Miller sem vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagðist telja það svo að um einkamál á milli sín og Texas væri að ræða.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira