Ráðherra ætlar ekki að áfrýja dóminum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2018 12:40 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem í byrjun vikunnar felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, háls-nef-og eyrnalæknis, um aðild að rammasamningi við sérgreinalækna. Íslenska ríkinu var gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Sjá nánar: Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi Framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins og er það ástæðan fyrir því að þrír heilbrigðisráðherrar í röð hafa tekið þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri sérfræðilæknar inn á samninginn. Eftir að Svandís hafði gaumgæft niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og metið kosti og galla þess að áfrýja ákvað hún að réttast væri að áfrýja ekki dóminum. Svandís gerði grein fyrir ákvörðun sinni í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir alla sem ættu í hlut að fá niðurstöðu í málinu. Það væri ekki málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. „Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining. Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, ekki bara samningurinn eins og hann er heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem viðhöfum í raun frá Ríkisendurskoðun um það að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum. Niðurstaða dómsins um að faglegt mat fari fram á hverri umsókn fyrir sig er í raun og veru lykilstef sem er mjög mikilvægt að hafa í forgrunni þegar næstu ákvarðanir eru teknar,“ sagði Svandís. Svandís sagði jafnframt að sérfræðilæknar eigi ekki einhliða rétt á samningi og beri að taka afstöðu til þeirra umsókna í samræmi við þær forsendur sem fram komu í dóminum og gera faglegt mat á hverjum og einum. Hún segist hafa horft til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að það verði að reisa skorður við því að það haldi áfram að fara út úr ríkissjóði umfram ákvörðun Alþingis. Það sama eigi við um ákvarðanir forvera hennar í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Óttars Proppé. Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem í byrjun vikunnar felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, háls-nef-og eyrnalæknis, um aðild að rammasamningi við sérgreinalækna. Íslenska ríkinu var gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Sjá nánar: Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi Framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins og er það ástæðan fyrir því að þrír heilbrigðisráðherrar í röð hafa tekið þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri sérfræðilæknar inn á samninginn. Eftir að Svandís hafði gaumgæft niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og metið kosti og galla þess að áfrýja ákvað hún að réttast væri að áfrýja ekki dóminum. Svandís gerði grein fyrir ákvörðun sinni í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir alla sem ættu í hlut að fá niðurstöðu í málinu. Það væri ekki málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. „Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining. Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, ekki bara samningurinn eins og hann er heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem viðhöfum í raun frá Ríkisendurskoðun um það að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum. Niðurstaða dómsins um að faglegt mat fari fram á hverri umsókn fyrir sig er í raun og veru lykilstef sem er mjög mikilvægt að hafa í forgrunni þegar næstu ákvarðanir eru teknar,“ sagði Svandís. Svandís sagði jafnframt að sérfræðilæknar eigi ekki einhliða rétt á samningi og beri að taka afstöðu til þeirra umsókna í samræmi við þær forsendur sem fram komu í dóminum og gera faglegt mat á hverjum og einum. Hún segist hafa horft til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að það verði að reisa skorður við því að það haldi áfram að fara út úr ríkissjóði umfram ákvörðun Alþingis. Það sama eigi við um ákvarðanir forvera hennar í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Óttars Proppé.
Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25