„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 16:25 Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. Mynd/Samsett Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu snúist ekki einungis um sig heldur um rétt sjúklinga og stefnu í íslenskum heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alma sendi fréttastofu vegna málsins í dag.Sjá einnig: Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Alma fékk sérfræðiréttindi í Svíþjóð árið 2014 og hefur starfað þar í landi síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í fyrra og sótti hún í kjölfarið um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands. Umsókn Ölmu var synjað, eins og allra annarra sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016.Búist við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar Alma, ásamt sjö sérfræðilæknum til viðbótar í jafnmörgum sérgreinum, ákvað því að höfða dómsmál gegn ríkinu. Málið var sótt með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur og var dómur í málinu birtur í dag. Niðurstaða héraðsdóms felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga á umsókn Ölmu um aðild að rammasamningnum. Mun dómurinn hafa fordæmisgildi í málum hinna læknanna sjö. „Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem háls-, nef- og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð,“ segir Alma í yfirlýsingu sinni. Hún flýgur nú mánaðarlega til Svíþjóðar og sinnir öðrum störfum meðfram því. Þetta segist hún gera til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni á Íslandi. Búist sé við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar í fullt starf.Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum.vísir/gvaSigurinn einungis skref í rétta átt Alma segir dóminn í dag hluta af mun stærra máli og snerti heilbrigðiskerfið í heild. „En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi,“ segir Alma. Þá sé einnig afar slæmt hversu neikvæð áhrif afstaða stjórnvalda í málefnum sérfræðilækna hafi á nýliðun í stéttinni á Íslandi. Þeirri þróun verði erfitt að snúa. „Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun en áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.Yfirlýsing Ölmu Gunnarsdóttur:Málið snýst ekki einungis um mig. Við erum alls 8 sérfræðilæknar sem störfum innan mismunandi sérgreina þ.e.a.s. háls,nef og eyrnalækningar, hjartalækningar, gigtarlækningar, endurhæfingalækningar, lýtalækningar, svæfingalækningar, húðlækningar og augnlækningar. Í sumum þessara sérgreina er mikill skortur á sérfræðilæknum og í öðrum er yfirvofandi skortur á næstkomandi árum.Ég fluttist til Svíþjóðar í janúar 2010 í þeim tilgangi að öðlast sérfræðimenntum í Háls-, nef og eyrnalækningum. Ég fékk sænsk sérfræðiréttindi árið 2014 og hef starfað í Svíþjóð síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttum við fjölskyldan aftur til Íslands fyrir einu ári síðan. Ég sótti um að komast á hinn mikið umrædda rammasamning Sjúkratrygginga Íslands í þeim tilgangi að starfa á Íslandi, en fékk synjun eins og allir aðrir sem sóttu um. Fyrir einu ári síðan ákváðum við 8 sem öll stóðum í sömu sporum, að fara í dómsmál vegna þessa með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur. Dómsmálið var nú loksins tekið fyrir um einu ári síðar.Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem Háls, nef og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð. Þangað fer ég mánaðarlega og þess á milli starfa ég sem ráðgjafi og sinni ýmsum málum í gegnum tölvu og síma sem er í raun mín lausn til þess fá skikkanleg laun og framfleyta fjölskyldunni á Íslandi. Í Svíþjóð er enn búist við að ég komi aftur og starfi 100%.En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það sem einnig er afar slæmt er að neikvæð áhrif á nýliðun sérfræðilækna hérlendis sem þetta veldur, verður erfitt að snúa. Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.Með kærri kveðju,Alma GunnarsdóttirSérfræðilæknir í háls, nef og eyrnalækningum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu snúist ekki einungis um sig heldur um rétt sjúklinga og stefnu í íslenskum heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alma sendi fréttastofu vegna málsins í dag.Sjá einnig: Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Alma fékk sérfræðiréttindi í Svíþjóð árið 2014 og hefur starfað þar í landi síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í fyrra og sótti hún í kjölfarið um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands. Umsókn Ölmu var synjað, eins og allra annarra sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016.Búist við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar Alma, ásamt sjö sérfræðilæknum til viðbótar í jafnmörgum sérgreinum, ákvað því að höfða dómsmál gegn ríkinu. Málið var sótt með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur og var dómur í málinu birtur í dag. Niðurstaða héraðsdóms felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga á umsókn Ölmu um aðild að rammasamningnum. Mun dómurinn hafa fordæmisgildi í málum hinna læknanna sjö. „Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem háls-, nef- og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð,“ segir Alma í yfirlýsingu sinni. Hún flýgur nú mánaðarlega til Svíþjóðar og sinnir öðrum störfum meðfram því. Þetta segist hún gera til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni á Íslandi. Búist sé við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar í fullt starf.Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum.vísir/gvaSigurinn einungis skref í rétta átt Alma segir dóminn í dag hluta af mun stærra máli og snerti heilbrigðiskerfið í heild. „En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi,“ segir Alma. Þá sé einnig afar slæmt hversu neikvæð áhrif afstaða stjórnvalda í málefnum sérfræðilækna hafi á nýliðun í stéttinni á Íslandi. Þeirri þróun verði erfitt að snúa. „Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun en áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.Yfirlýsing Ölmu Gunnarsdóttur:Málið snýst ekki einungis um mig. Við erum alls 8 sérfræðilæknar sem störfum innan mismunandi sérgreina þ.e.a.s. háls,nef og eyrnalækningar, hjartalækningar, gigtarlækningar, endurhæfingalækningar, lýtalækningar, svæfingalækningar, húðlækningar og augnlækningar. Í sumum þessara sérgreina er mikill skortur á sérfræðilæknum og í öðrum er yfirvofandi skortur á næstkomandi árum.Ég fluttist til Svíþjóðar í janúar 2010 í þeim tilgangi að öðlast sérfræðimenntum í Háls-, nef og eyrnalækningum. Ég fékk sænsk sérfræðiréttindi árið 2014 og hef starfað í Svíþjóð síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttum við fjölskyldan aftur til Íslands fyrir einu ári síðan. Ég sótti um að komast á hinn mikið umrædda rammasamning Sjúkratrygginga Íslands í þeim tilgangi að starfa á Íslandi, en fékk synjun eins og allir aðrir sem sóttu um. Fyrir einu ári síðan ákváðum við 8 sem öll stóðum í sömu sporum, að fara í dómsmál vegna þessa með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur. Dómsmálið var nú loksins tekið fyrir um einu ári síðar.Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem Háls, nef og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð. Þangað fer ég mánaðarlega og þess á milli starfa ég sem ráðgjafi og sinni ýmsum málum í gegnum tölvu og síma sem er í raun mín lausn til þess fá skikkanleg laun og framfleyta fjölskyldunni á Íslandi. Í Svíþjóð er enn búist við að ég komi aftur og starfi 100%.En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það sem einnig er afar slæmt er að neikvæð áhrif á nýliðun sérfræðilækna hérlendis sem þetta veldur, verður erfitt að snúa. Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.Með kærri kveðju,Alma GunnarsdóttirSérfræðilæknir í háls, nef og eyrnalækningum
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45