Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 12:13 Beiðni Ölmu um aðild að rammasamningi SÍ og sérfræðilækna var hafnað í september í fyrra. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22