Örlög Rosenstein ráðast á fimmtudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 17:44 Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Vísir/AP Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn. Framtíð hans verður ráðin þegar hann mætir til fundar við Donald Trump, forseta, á fimmtudag. Trump og Rosenstein töluðu saman í síma í dag en Trump er nú staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna og snýr aftur til Washington DC á fimmtudaginn.Rosenstein er sagður hafa verið viljugur til að segja af sér eftir að fregnir bárust af því að hann hafi lagt til í fyrra að hlera ætti forsetann. Hann ber ábyrgð á rannsókn sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins, Roberts Mueller, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi komið að afskiptunum með nokkrum hætti og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina.Sjá einnig: Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdumHverfi Rosenstein á braut gæti embættismaður hliðhollur forsetanum tekið við ábyrgð á rannsókninni og jafnvel hróflað við henni. Trump hefur ítrekað gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vera nornaveiðar. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump til margra ára, starfa nú allir með Robert Mueller í Rússarannsókninni. Þingmenn Demókrataflokksins hafa nú kallað á nýjan leik eftir því að þingið, sem stýrt er af Repúblikanaflokknum, grípi til aðgerða og verndi Rússarannsóknina svokölluðu á þann veg að hvorki Trump, né hver sem tæki við af Rosenstein ef honum yrði vikið úr starfi eða segi af sér, geti stöðvað hana.Rosenstein, repúblikani sem skipaður var í embætti af Trump, tók við yfirstjórn Rússarannsóknarinnar eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði rangt frá samskiptum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Trump sakað Rosenstein um vanhæfi þar sem hann skrifaði undir eftirlitsheimild gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Rod Rosenstein, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun halda starfi sínu, allavega þar til á fimmtudaginn. Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn. Framtíð hans verður ráðin þegar hann mætir til fundar við Donald Trump, forseta, á fimmtudag. Trump og Rosenstein töluðu saman í síma í dag en Trump er nú staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna og snýr aftur til Washington DC á fimmtudaginn.Rosenstein er sagður hafa verið viljugur til að segja af sér eftir að fregnir bárust af því að hann hafi lagt til í fyrra að hlera ætti forsetann. Hann ber ábyrgð á rannsókn sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins, Roberts Mueller, á afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum 2016, hvort framboð Trump hafi komið að afskiptunum með nokkrum hætti og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina.Sjá einnig: Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdumHverfi Rosenstein á braut gæti embættismaður hliðhollur forsetanum tekið við ábyrgð á rannsókninni og jafnvel hróflað við henni. Trump hefur ítrekað gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vera nornaveiðar. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump til margra ára, starfa nú allir með Robert Mueller í Rússarannsókninni. Þingmenn Demókrataflokksins hafa nú kallað á nýjan leik eftir því að þingið, sem stýrt er af Repúblikanaflokknum, grípi til aðgerða og verndi Rússarannsóknina svokölluðu á þann veg að hvorki Trump, né hver sem tæki við af Rosenstein ef honum yrði vikið úr starfi eða segi af sér, geti stöðvað hana.Rosenstein, repúblikani sem skipaður var í embætti af Trump, tók við yfirstjórn Rússarannsóknarinnar eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði rangt frá samskiptum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Trump sakað Rosenstein um vanhæfi þar sem hann skrifaði undir eftirlitsheimild gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira