Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2018 19:12 Hér má sjá loftskeyti af gerðinni S-300, þeirri sömu og Rússar hyggjast senda til S'yrlands. Myndin er tekin á hersýningu í Moskvu þar sem því var fangað að 71 ár er liðið frá sigri Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöld. Vísir/AP Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent