Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 08:54 F-16 herþota ísraelska hersins tekur á loft. Vísir/Getty Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. Ísraelskar herþotur eru sagðar hafa verið á svæðinu og að gera loftárásir í Latakia-héraði í Sýrlandi þegar flugvélin var skotin niður. Fimmtán menn voru í áhöfn flugvélarinnar. en Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir ísraelsku flugmennina hafa þvingað flugvélina í veg fyrir loftvarnarkerfi Sýrlands. Þá kvarta Rússar yfir því að hafa ekki fengið viðvörun um árásirnar með nægjanlegum fyrirvara. Fyrirvarinn hafi eingöngu verið ein mínúta. Yfirvöld Ísrael hafa þó ekki tjáð sig um málið en þeir viðurkenna sjaldan að hafa gert loftárásir í Sýrlandi. Rússneska flugvélin var af gerðinni Il-20 og var áhöfn hennar að snúa til baka til flugstöðvar Rússa í Latakia-héraði þegar hún var skotin niður um 35 kílómetra frá ströndum Sýrlands. „Við lítum á þessar aðgerðir ísraelska hersins sem óvinveittar,“ sagði talsmaður Varnarmálaráðuneytisins við fjölmiðla. „Vegna þeirra eru fimmtán meðlimir herafla Rússlands látnir.“ Hann sagði ísraelsku flugmennina hafa falið sig á bakvið rússnesku flugvélina. Því hefði hún verið skotin niður fyrir slysni. Rússsar héldu því einnig fram að eldflaugum hefði verið skotið frá frönsku herskipi í Miðjarðarhafi en Frakkar þvertaka fyrir það. Fyrr í þessum mánuði viðurkenndi ísraelskur embættismaður að rúmlega 200 loftárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi á síðustu 18 mánuðum og þær beindust gegn Írönum og Hezbollah. Yfirvöld Ísrael hafa áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi og vilja ekki að Íran komi vopnum í hendur Hezbollah. Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. Ísraelskar herþotur eru sagðar hafa verið á svæðinu og að gera loftárásir í Latakia-héraði í Sýrlandi þegar flugvélin var skotin niður. Fimmtán menn voru í áhöfn flugvélarinnar. en Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir ísraelsku flugmennina hafa þvingað flugvélina í veg fyrir loftvarnarkerfi Sýrlands. Þá kvarta Rússar yfir því að hafa ekki fengið viðvörun um árásirnar með nægjanlegum fyrirvara. Fyrirvarinn hafi eingöngu verið ein mínúta. Yfirvöld Ísrael hafa þó ekki tjáð sig um málið en þeir viðurkenna sjaldan að hafa gert loftárásir í Sýrlandi. Rússneska flugvélin var af gerðinni Il-20 og var áhöfn hennar að snúa til baka til flugstöðvar Rússa í Latakia-héraði þegar hún var skotin niður um 35 kílómetra frá ströndum Sýrlands. „Við lítum á þessar aðgerðir ísraelska hersins sem óvinveittar,“ sagði talsmaður Varnarmálaráðuneytisins við fjölmiðla. „Vegna þeirra eru fimmtán meðlimir herafla Rússlands látnir.“ Hann sagði ísraelsku flugmennina hafa falið sig á bakvið rússnesku flugvélina. Því hefði hún verið skotin niður fyrir slysni. Rússsar héldu því einnig fram að eldflaugum hefði verið skotið frá frönsku herskipi í Miðjarðarhafi en Frakkar þvertaka fyrir það. Fyrr í þessum mánuði viðurkenndi ísraelskur embættismaður að rúmlega 200 loftárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi á síðustu 18 mánuðum og þær beindust gegn Írönum og Hezbollah. Yfirvöld Ísrael hafa áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi og vilja ekki að Íran komi vopnum í hendur Hezbollah.
Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira