Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. september 2018 11:49 Brett Kavanaugh og eiginkona hans Ashley Estes Kavanaugh. AP/Jacquelyn Martin Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. Málið snýst ekki bara um Kavanaugh sjálfan heldur þá stöðu sem Repúblikanaflokkurinn er kominn í fyrir þingkosningarnar í nóvember. Takist ekki að fá Kavanaugh staðfestan sem hæstaréttardómara er útilokað að tími gefist til að tilnefna og staðfesta einhvern annan í hans stað fyrir kosningarnar. Valdahlutföllin á þingi gætu síðan verið önnur þegar loks kæmi að staðfestingunni. Þar fyrir utan sýna skoðanakannanir að umræðan um meint kynferðisbrot Kavanaughs fer illa í marga kjósendur, sérstaklega konur. Samkvæmt könnun sem sjónvarpsstöðin Fox News birti segjast 36% kjósenda afdráttarlaust trúa Christine Ford, sem segir að Kavanaugh hafi reynt að nauðga sér í samkvæmi. 34% eru á báðum áttum en aðeins 30% telja hana beinlínis vera að ljúga. Það endurspeglast síðan í því að 50% almennra kjósenda vilja ekki að Kavanaugh taki sæti sem hæstaréttardómari, á móti 40% sem styðja tilnefningu hans. Það er töluverð breyting frá síðustu könnun í ágúst, stuðningur við Kavanaugh fer minnkandi meðal almennings óháð aldri, kyni og menntun. Fox News hefur gert kannanir sem þessar frá árinu 2005 og aldrei áður hefur mælst jafn mikil andstaða við tilnefningu hæstaréttardómara. Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. Málið snýst ekki bara um Kavanaugh sjálfan heldur þá stöðu sem Repúblikanaflokkurinn er kominn í fyrir þingkosningarnar í nóvember. Takist ekki að fá Kavanaugh staðfestan sem hæstaréttardómara er útilokað að tími gefist til að tilnefna og staðfesta einhvern annan í hans stað fyrir kosningarnar. Valdahlutföllin á þingi gætu síðan verið önnur þegar loks kæmi að staðfestingunni. Þar fyrir utan sýna skoðanakannanir að umræðan um meint kynferðisbrot Kavanaughs fer illa í marga kjósendur, sérstaklega konur. Samkvæmt könnun sem sjónvarpsstöðin Fox News birti segjast 36% kjósenda afdráttarlaust trúa Christine Ford, sem segir að Kavanaugh hafi reynt að nauðga sér í samkvæmi. 34% eru á báðum áttum en aðeins 30% telja hana beinlínis vera að ljúga. Það endurspeglast síðan í því að 50% almennra kjósenda vilja ekki að Kavanaugh taki sæti sem hæstaréttardómari, á móti 40% sem styðja tilnefningu hans. Það er töluverð breyting frá síðustu könnun í ágúst, stuðningur við Kavanaugh fer minnkandi meðal almennings óháð aldri, kyni og menntun. Fox News hefur gert kannanir sem þessar frá árinu 2005 og aldrei áður hefur mælst jafn mikil andstaða við tilnefningu hæstaréttardómara.
Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37
„Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19
Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56