Erlent

Bein útsending: Konan sem sakar dómaraefnið um kynferðislegt ofbeldi situr fyrir svörum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sviðið er hennar.
Sviðið er hennar. Vísir/AP
Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi, mun mæta fyrir þingnefnd dómsmálanefndar öldungardeildar Bandaríkjaþings klukkan tvö í dag. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Hún hefur sagt hann hafa ráðist á sig í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Hún mun bæði lesa upp yfirlýsingu sem og svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Er þetta hluti af því að kanna hæfi Kavanaugh til þess að geta tekið sæti í Hæstarétt Bandaríkjanna.

„Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem hún segja en yfirlýsing hennar var birt í gær. Hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni.

Kavanaugh mætir einnig fyrir þingnefndina en í yfirlýsingu hans segist hann ekki efast um að Ford hafi orðið fyrri þeirri árás sem hún lýsir, hann hafi hins ekki verið að verki.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh

Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998.

„Ég er dauðhrædd“

„Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×