Erlent

Deilur um fjármögnun flugvallar felldi grænlensku ríkisstjórnina

Kjartan Kjartansson skrifar
Kim Kielsen (f.m.) myndaði stjórnina í maí. Heimastjórnin er nú með tólf sæti af 31 á þingi eftir brotthvarf Naleraq.
Kim Kielsen (f.m.) myndaði stjórnina í maí. Heimastjórnin er nú með tólf sæti af 31 á þingi eftir brotthvarf Naleraq. Vísir/EPA
Fulltrúar Naleraq-flokksins sprengdu ríkisstjórn Grænlands í gær vegna óánægju sinnar með áform um að dönsk stjórnvöld fjármagni að hluta byggingu þriggja flugvalla þar. Kim Kielsen, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, er nú sagður vinna að því að mynda nýjan stjórnarmeirihluta.

Í bréfi sem Naleraq-liðar sendu frá sér í gær kom fram að Danir væru að skipta sér af grænlenskum stjórnmálum með beinum hætti. Flokkurinn vilji ekki taka þátt í því. Jens Napaattoq, talsmaður Naleraq sagði grænlenska miðlinum Sermitsiaq að flokkurinn gæti undir engum kringumstæðum sætt sig við að Danir ættu hlut í flugvöllunum.

Að sögn Reuters-fréttastofunnar segir að dönsk stjórnvöld hafi haft áhyggjur af því að aðkoma Kínverja í flugvallaverkefninu sem heimastjórnina hefur verið fylgjandi gæti styggt Bandaríkjastjórn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×